Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 13
29
DNA - HIN LEYNDA LÍFSUPPSPRETTA . ..
unarefnishliðartengsl, sem
geyma liinn leyndardómsfulla
dulmálslykil lífsins, er vísinda-
menn um heim allan eru nú að
reyna að finna. Þessi köfnunar-
efnissambönd eru af fjórum
greinilega mismunandi tegund-
um og á hinu vísindalega
skammstöfunarmáli eru þau
kölluð A, T, C og G. Hin mis-
munandi niðurröðun þeirra á
DNA-segulræmunum stjórnar
vezti og viðgangi lifandi vera,
líkt og hin örsmáu, mismun-
andi tilbrigði i gerð og áferð
segulræmanna framkalla hljóma
hljómlistarinnar eftir niðurröð-
un sinni.
Virðist hið fjögurra stafa staf-
róf DNA-sameindanna ef til vill
vera of einfalt fyrir allar þær
upplýsingar, leiðbeiningar og
fyrirskipanir, sem þær verða að
geyma? Dr. Beadle segir, að all-
ar dulmálsupplýsingar, leið-
beiningar og fyrirskipanir sam-
eindanna í einni frumu mann-
legs líkama myndu fylla 1000
binda alfræðiorðabók, ef þýða
ætti þær á venjulegt mál.
DNA dvelur þarna inni í
kjarnanum og gefur sínar skip-
anir, sem framkalla vöxt, xnelt-
ingu, hjartslátt, hugsun og til-
finningu, og er á þann hátt að-
eins að sýna rétt viðbrögð við
fyrirfram þrautmiðaðri áætlun,
sem sífellt hefur blundað i því
frá örófi lífsins. DNA gerir eng-
ar breytingar á þeirri áætlun,
nema það sé þvingað til þess
með geislun eða atburðum, sem
gerast utan frumunnar og kunna
að hafa áhrif á hana.
Hvaðan er þetta furðulega
efni upprunið? Hvernig öðlaðist
það hæfni sína til þess að skapa
líf? Dr. Nils Aall Barricelli við
Vanderbilt-háskólann er nú að
prófa þá tilgátu, að DNA hafi
þróazt upp úr einfaldari, sjálf-
skapandi sameindum, sem börð-
ust hver við aðra um efni lífs-
ins á yfirborði forsöguhafs
hnattarins.
Hann álítur, að hinir örmagna
sigurvegarar hafi sameinazt um
að mynda DNA-kerfið, sem af-
máði síðan öll önnur samkeppn-
iskerfi hér á jörðu, þannig að
ekkert annað lífsform gat þró-
azt hér. Svo þegar þróunin hélt
áfram um ótaldan aragrúa ára,
tókst DNA-efninu með hjálp
kynblöndunar og tilviljunar-
kenndra breytinga að ná nýrri,
margbrotinni hæfni til þess að
framkalla vöxt. Að lokum tókst
þvi að mynda frumur og síðar,
með sömu aðferð, að mynda líf-
færi og líffærakerfi úr frumu-
hópum.
Vísindin munu einhvern tíma
kunna að ná valdi yfir hinum
dásamlega DNA-dulmálslykli.
Slíkt mun þá stórauka möguleik-