Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 15
Foreldrarnir
og
kynfræðsla
unglinga
Einn nf þekktustu fjölskyldu-
ráðgjöfum Bandaríkjanna,
Benjamin Spock læknir
gefur i grein þessari góð ráð
um það, hvernig
foreldrar geti brugðizt við
á kynþroskaskeiði unglinganna
til þess að auka skilning
þeirra á fyrirbæri þessu og
veitt þeim leiðsögn
á erfiðu tímabili ævi þeirra.
Eftir Benjamin Spock, M. D.
ILTAR og stúlkur á
gelgjuskeiðinu eiga
við vandamál að
striða á mörgum
sviðum. Einkum eru
þessi innri átök hörð, hvað kyn-
ferðislífið snertir. Kynhvötin
vaknar snögglega. Hún er þá
enn meira krefjandi en nokk-
urn tíma síðar á ævinni, einkum
hvað pilta snertir. Hún er ekki
tengd öðrum áhugamálum, og
vekur athygli á sér á þann hátt,
að það gerir hinn óreynda ung-
ling feiminn og kvelur hann
jafnvel. Þetta er þægileg kennd
svona hálft í hvoru. Hún er æs-
andi. En einnig getur kennd
þessi leitt til kviða, öryggis-
skorts, næstum sjúklegrar sjálfs-
vitundar og sektarkenndar.
Margt íullorðið fólk tekur
mismunandi afstöðu til þessa
vandamáls á ýmsum tímum og
við ýmis tækifæri, og verður
þetta til þess að valda enn meiri
ruglingi og óvissu unglinganna.
Stundum talar fullorðna fólkið
um mál þessi, likt og þau væru
næstum algerlega heilög, en i
næsta skipti, sem mál þessi ber
á góma, talar það um þau, likt
og um einhverja smán og skömm
væri að ræða, en þar næst, þeg-
ar mál þessi eru nefnd, glottir
það ef til vill undirfurðulega,
segir einhver fyndin orð og
hendir gaman að öllu saman.
Þannig kemst unglingurinn á þá
skoðun, að fullorðna fóiklð sé
hræsnisfullt, og þetta verður til
þess að torvelda skilning hans
L. H. Journal —
31