Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 16
32
á kynhvötinni og kynferðislíf-
inu. Það virðist sem sé, að það
sé erfitt fyrir okkur að skoða
þetta sem fullkomlega eðlilegt
og háleitt fyrirbrigði.
Sumir unglingar draga þá á-
lyktun, að kynhvötin og ástin
séu eingöngu líffræðileg fyrir-
brigði. Þetta er rétt, hvað slik-
ar dýrategundir sem skordýr,
fiska og kaninur snertir. En við
vitum með vissu, að sumt hið
göfugasta i fari pilta og stúlkna,
hugsjónir þeirra og sköpunar-
þrá eru sprottin upp af þeirri
staðreynd, að þau eru fær um
að ala með sér sanna ást. Reyni
þau að neita hinum andlega og
tilfinningalega þætti ástarinnar,
munu þau vissulega fyrr eða sið-
ar verða fyrir vonbrigðum með
sig sjáif og hvort annað, með
tilhugalíf sitt og hjónaband.
Það er hollt, að unglingurinn
geri sér strax í byrjun góða
grein fyrir mismuninum á kyn-
hvötum karla og kvenna. Yfir-
leitt er líkamleg hvöt pilta og
fuilorðinna manna töluvert
meira knýjandi og gerir ekki
eins miklar kröfur til vandfýsni.
Viðbrögð hvatarinnar gagnvart
aðlaðandi, eftirsóknarverðri
stúlku er eigi virðist vera pilt-
inum fráhverf, eru skjót og fyr-
irhafnarlaus. En góður líkams-
vöxtur getur einn saman vakið
hvöt þessa (einkum sé líkam-
ÚR VAL
inn klæddur á eggjandi hátt),
einnig fallegt andlit, jafnvel
þótt persónuleiki stúlkunnar
kunni ekki að vera sérlega að-
laðandi.
Þetta bendir þó ekki til þess,
að piltar búi ekki yfir hæfni til
þess að skynja og tjá aðra þætti
ástarkenndarinnar. Viðhorf
piltsins er að töluverðu leyti
komið undir fjölskyldu þeirri,
sem hann elst upp í. Sýni faðir-
inn móður piltsins ekki ein-
göngu ástríðukenndar tilfinn-
ingar, heldur einnig blíðu og að-
dáun og löngun til þess að
vernda hana gegn öllu illu, þá
hefur slíkt mikil áhrif í þá átt
að skapa hjá piltinum vissu um,
hvað hann muni sjálfur geta
boðið stúlku, þegar hann vex
upp.
Við vitum, að hæfileiki
drengja til andlegrar ástar
þroskast snemma á bernskuár-
unum í ákafri ást á góðri móður
og hollustu við hana. Seinna
verður þetta svo piltinum sá
innblástur, sem kemur honum
til þess að fella ástarhug til
stúlku, sem virðist einmitt vera
gædd hinum æskilegustu kost-
um. Tilfinning hans gagnvart
henni verður riddaraleg, bland-
in „rómantík", þrungin aðdáun,
auk þess að vera þrungin líkam-
legri ástriðu. Hann er reiðu-
búinn að umvefja hana ljóma,