Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 18
34
þeirra eitthvað nánari, mun við
hvert stig' vakna hjá þeim enn
ákafari löngun til enn nánari
kynna.
Þannig var mannlegt eðli
skapað, til þess að nauðsynleg-
um hömlum karls og konu megi
verða rutt úr vegi til undir-
búnings hjónabandinu. Yanda-
málið er fólgið i því, að Móðir
Náttúra miðar að hjónabandi um
15—16 ára aldur, en þjóðfélag
okkar ætlast til þess, að allir séu
í skóla til a. m. k. 17—18 ára
aldurs og margir mörgum árum
lengur.
Auðvitað eru það aðrar kennd-
ir en líkamleg þrá og leit að
æskilegum félaga, sem dregur
pilta og stúlkur hvert að öðru.
Þau búa yfir áleitinni forvitni,
sem beinist að því að fá að vita
hvað felst raunverulega í fyrir-
brigðinu kynhvöt og kynferðis-
líf. Hjá sérhverjum pilti, líkt og
hjá sérhverjum fullorðnum
karlmanni, blundar sífelldur
kvíði um, að hann muni ef til
vill ekki reynast nægilegur karl-
maður, nægilega hæfur elskhugi.
Þessi áleitni kvíði lætur sérstak-
lega til sín finna á síðari árum
gelgjuskeiðsins, þangað til hinn
ungi maður hefur sannað, að
hann getur unnið ástir stúlku,
fært henni fullnægingu og unnið
fyrir henni. En þessi kvíði kann
að gera vart við sig hjá piltum
ÚR VAL
aftur og aftur, já, allt lífið hjá
sumum mönnum, og kemur þeim
til þess að hætta sér út á gler-
hálan ís, leggja mikið í hættu,
gorta af karlmennsku sinni við
konur, gerast áleitnir á mjög
óviðeigandi hátt.
Hliðstæður kvíði stúlkna og
fullorðinna kvenna birtist i því,
að þær óttast, að þær muni ekki
reynast nægilega aðlaðandi til
þess að draga að sér þann pilt
eða mann, sem þær kæra sig
um; einnig óttast þær, að þær
kunni ef til vill að reynast ófær-
ar um að sýna fullnægjandi við-
brögð, að þær geti eigi öðlazt al-
gera fullnægingu. Þessi kvíði er
auðvitað algengastur á gelgju-
skeiðinu, þegar ekki er enn um
að ræða neinn grundvöll til full-
vissu í þessum efnum. Flestar
konur losna að mestu leyti við
þessa óvissu i hjónabandinu,
þótt þær hafi þörf fyrir, að
eiginmenn þeirra fullvissi þær
um, að þeir elski þær enn, og
þótt þær kunni jafnvel að meta
það, að fá sönnun fyrir þvi öðru
hverju, að aðrir menn álíti þær
enn þá vera aðlaðandi. En ein-
staka konur halda samt áfram
að þjást af slíku öryggisleysi, að
þær verða sífellt að reyna að
töfra aðra menn.
Einnig er um að ræða aðra á-
stæðu fyrir því, að piltar og
stúlkur á gelgjuskeiðinu dragast