Úrval - 01.03.1963, Page 20
ÚR VAL
36
þróun stig af stigi.
Löngun piltsins til þess aS
vernda stúlkuna og gera henni
til hæfis, sýna henni virðingu,
vex jöfnum höndum og líkam-
leg löngun hans. Þetta veitir
stúlkunni endanlegan ákvörð-
unarrétt um það, hvernig tjá
skuli hina líkamlegu ást. Hún
ræður þeirri tjáningu. Verði
hún stöðugt sannfærðari um, að
þetta sé piltur, sem hún geti
elskað og treyst, vex með henni
vilji og löngun til líkamlegra
viðbragða. En það er hún, sem
ákveður, hver takmörkin skuli
vera. Þetta verður til þess
að gera stúlkuna á allan hátt
eftirsóknarverðari i hans aug-
um.
Flest ungt fólk, sem alið hef-
ur verið upp á heimilum, þar
sem háleitar hugsjónir eru í há-
vegum hafðar, hefur ekki kyn-
mök fyrr en það hefur gengið i
hjónaband. Það er ekki svo að
skilja, að það skorti til þess
löngun, né að um sé að ræða sér-
stakan skort á áræði af þess
hálfu, heldur vegna þess, að
stúlkurnar hafa til að bera
slíka þekkingu á sér sjálfum, að
þær vita, að þær myndu ella
missa nokkuð af sjálfsvirðingu
sinni. Og piltarnir elska þær of
heitt til þess að vilja verða til
þess að þær bíði nokkurn
hnekki af þeirra völdum, eða
flekka eigin sjálfsmynd, deyfa
vitundina um eigin verðleika.
Fékk einn samt!
Enskur læknir, J. R. W. Hay að nafni, fór dag einn á lax-
veiðar, á veiðisvæði þar sem nota þurfti bát. Hann dorgaði af
mestu samvizkusemi allan daginn, en varð ekki beins var. Lík-
lega hefur veiðivættum árinnar runnið þessi óheppni hans til
rifja, því um það bil sem hann var að hætta stökk spegilfagur
lax upp í bátinn hans.
Enska ritið The F'ishing Gazette & Sea Angler, sem segir frá
þessu atviki, tekur fram, að veiðisögum sé stundum varlega trúað,
en telur sig hafa svo góða heimild fyrir þessari, að það geti tekið
ábyrgð á henni. Blaðið telur að líkurnar fyrir þvi, að svona atvik
komi fypir séu varla meiri en einn á móti milljón, en segir að
þess beri líka að gæta, að lánið elti einstöku menn ótrúlega.
(Veiðimaðurinn).