Úrval - 01.03.1963, Page 21
Geimflngvé]
framtíðarinnar
í smíðnm
1 grein þessari er lýst
furðiifliigvél, Dyna-Soar-
vélinni sem mun
geysast upp í geiminn —
upp úr sjálfu gufu-
hvolfi Jarðar — að nokkr-
um árum liðnum.
Eftir John G. Hubbell.
Hun lítur út eins og
blendingur af hnýsu
og risaskötu. Hún
er kolsvört, trjónan
á henni er breið,
skrokkurinn er um 35 fet á
lengd. Afturhluti vélarinnar er
þannig útlits, að það er eins og
sagað hafi verið aftan af henni.
Allur skrokkurinn hvíiir ofan á
risastórum þríhyrndum væng,
og ytri brúnir hans vita beint
upp. Þetta er nokkurs konar
geimsviffluga, sem verður
mönnuð. Hér er um að ræða
eina þýðingarmestu uppfinn-
ingu, sem gerð hefur verið á
sviði flugméla allt frá fyrsta
flugi þeirra Wrightbræðra..
Flugvél þessi hefur verið
nefnd Dyna-Soar-vélin, þótt
hún hafi nýlega hlotið hið opin-
bera heiti X-20. Nafn þetta hef-
ur hún fengið, vegna þess að
hún mun notfæra sér hið „dyna-
miska“ afl flugskeytanna og
mun hafa einkennandi eigin-
leika flugvéla með föstum
vængjum hvað snertir svif og
stjórn, eftir að hún kemur aft-
ur inn í gufuhvolf Jarðar. Hún
mun ná til staðar yfir fjarlæg-
asta bletti Jarðar á 45 mínút-
uin og fljúga umhverfis hnött-
inn á 90 mínútum. Þar að auki
verður hægt að lenda henni á
venjulegan hátt, hvenær sem
flugmaðurinn óskar þess.
Þetta er enginn fjarlægur
framtíðardraumur. Gerð henn-
ar, efniviðurinn, flugstjórn og
siglingatækni vélarinnar, allt
hefur þetta þegar hlotið opin-
bert samþykki, og nú er smíði
hennar þegar að hefjast í leynd-
ustu fylgsnum flugvélaiðnaðar
JBandarikjanna. í lok þessa árs
(þ. e. 1962, en þá er greinin
— Alr Facts
37