Úrval - 01.03.1963, Page 23
GEIMFLUGVÉL FRAMTÍÐARINNAR . .
39
ekki ný af nálinni. Hún þróað-
ist á síSari heimsstyrjaldarár-
unum í huga dr. Eugen Saengers
og konu hans, dr. Irene Saenger
Bredts, þekktra vísindamanna,
sem komu þeirri liugmynd sinni
á framfæri við þýzku herstjórn-
ina, aS væri hlaðinni sprengju-
flugvél skotið út úr gufuhvolf-
inu, væri hægt að láta hana
fleyta kerlingar risavaxnar vega-
iengdir ofan á gufuhvolfinu líkt
og flatan stein á vatnsyfirborði.
Dr. Walter R. Dornberger,
scm stjórnaði þá flugskeytatil-
raununum í Peenemúnde, þar
sem skeytin Y-2 voru reynd, á-
leit hugmyndina mjög athyglis-
verða, og hann eyddi mörgum
árum i leit að hagkvæmri lausn.
Árið 1950 var hann orðinn vara-
forseti og helzti visindamaður-
inn í þjónustu flugvélaverk-
smiðjunnar Bell Aircraft C.or-
poration, og þá afhenti hann
bandaríska flughernum vand-
lega hugsaða uppástungu um
svifsprengiflugvél, sem skotið
skyldi á braut með flugskeyti.
Árið 1958 var Air Reserach and
Development Command komin
það langt í tilraunum þessa efn-
is, að þörf gerðist fyrir, að
Dyna-Soar-vélin yrði smiðuð.
Flugvélaverksmiðjunni Boeing
Airplane Co. var falið að smíða
vél þessa.
Hvílíkur samningur! Hvers
konar farartæki gæti hugsan-
lega látið vel að stjórn, gengið
snuðrulaust á 18.000 mílna
hraða á klukkustund og í miklu
meiri liæð en nokkur flugvél
hafði hingað til komizt í?
Hvernig var hægt að vernda
flugmanninn og vélina frá þvi
að brenna til ösku, þegar snúið
yrði á ný inn i gufuhvolf Jarð-
ar? Og erfiðasta vandamálið var
fólgið i því, hvernig hægt væri
að gera flugvélina þannig úr
garði, að flugmaðurinn hefði
fullkomna stjórn á henni.
Fyrsta hindrunin og sú erfið-
asta var hitamúrinn. Tekizt
hafði að hindra, að framoddur
flugskeyta bráðnaði i sundur,
með því að húða hann með efn-
um, sem ganga undir nafninu
„ablatives“ og verja gegn hita.
En slík efni brenna á nokkrum
mínútum, og Dyna-Soar-vélin
varð að geta þolað ofsaiegt hita-
stig i nokkra tugi minútna.
Alls konar þekktar kælingar-
aðferðir voru athugaðar. Fundn-
ar voru upp snilldarlegar nýjar
kælingaraðferðir. En vísinda-
mennirnir vísuðu öllum þess-
um hugmyndum á bug, því að
kælikerfi hefði i för með sér
mjög augna þyngd, og þyngdin
var hinn hættulegasti þáttur.
Slíkt kerfi gæti einnig bilað með
þeim afleiðingum, að flugvélin
yrði að heitri ösku á nokkrum