Úrval - 01.03.1963, Page 25
GEIMFLUGVÉL FRAMTÍÐA RINNAR . .
41
10.000 mílna löng, en slíkt er
komið undir hallastefnu vélar-
innar, þegar hún snýr aftur inn
í gufuhvolfið. Sú stefna ákvarð-
ast af því, hvar flugmaðurinn
er staddur og hvar hann vill
lenda. Vilji hann t. d. lenda,
þegar hann er yfir Ástraliu,
getur hann valið sérhvern
stóran flugvöll á vesturströnd
Norður-Ameríku til lendingar.
Þegar hann telcur ákvörðun um
þetta, mun hann taka þá halla-
stefnu, sem mun bera hann beint
á þann flugvöll, sem hann valdi
sér. Siðan verður hann að halda
sig við þessa endurkomuleið
sína með sömu hallastefnu.
Þetta er alls ekki svo auðvelt
viðfangsefni, þeg'ar tekið er tillit
til hins géysilega hraða og furðu-
lega létta þrýstings, sem flug'-
maðurinn á við að stríða á
mörkum gufuhvolfsins og efst í
því. Flugmaðurinn þarfnast
sjálfstýritækja, eigi honum að
takast að stýra með fullu örvggi
eftir endurkomuleiðinni til Jarð-
ar. Slík tæki eru jafnvel nauð-
synleg á allri flugferð vélar-
innar. En venjulegum sjálfstýri-
íækjum verður að tilkynna
fyrirfram þær aðstæður, sem
vélin mun verða að stríða við.
Og venjuleg sjálfstýritæki gátu
alls ekki meðtekið allar þær
geysilegu upplýsingar um breyti-
legar aðstæður, sem verða
mundu fyrir hendi í ferð Dyna-
Soar-vélarinnar og' nauðsynlega
þurfti að tilkynna þeim, svo að
þau gætu brugðizt rétt við
hverjum vanda.
Loks kom að því, að flugdeild
Minneapolis-Honeywell Regular
Co. tókst að smíða sjálfstýri-
kerfi fyrir Dyna-Soar-vélina,
kerfi, sem þarfnast þess alls
ekki að því séu gefnar upplýs-
ingar og fyrirskipanir fyrir
fram. Tæki þetta skynjar á
hverju augnabliki, hvaða að-
stæður eru ráðandi á hverjum
tíma og íagar sig sjálfkrafa að
þeim aðstæðum, þannig að það
geti svarað þeim rétt. Það vinn-
ur á eftirfarandi hátt:
Loftsiglingakerfið gleymir því
aldrei, hvar vélin hefur verið,
hvar hún er, né hvernig bezt er
að ná til hvers þess staðar, sem
flugmaðurinn ákveður að lenda
á. Það gefur flugmanninum
stöðugt ráð með hjálp mæla-
borðsins um það, hvað hann
skuli gera hverju sinni. Hann
meðhöndlar stýrisstöngina alveg
eins og hann myndi gera í venju-
legri flugvél. ,,Heili“ sjálfstýri-
tækisins ákveður á svipstundu,
hversu mikla vinnu sjálfstýri-
tækið þarf að inna af hendi til
þess að fá'vélina til þess að fara
eftir sérhverri þeirri skipun,
sem hann gefur henni, þegar
hann hreyfir stýrisstöngina.