Úrval - 01.03.1963, Síða 26
42
ÚR VAL
Þegar vélin er í gufuhvolfinu,
sendir „heili“ sjálfstýritækisins
skipanir sínar til litilla vatns-
aflssivalninga, sem setja ytra
stýrið og afturvængbroddana í
rétta stöðu til þess að fram-
kvsema það, sem óskað er eftir.
í hinum lofttóma geimi utan
gufuhvolfsins, þar sem stýrið og
vængbroddarnir eru vita gagns-
lausir, yfirfærir „heilinn“ sjálf-
lcrafa boð sín til þrýstilofts-
straumsútbúnaðar, sem spýtir
gufustrók gegnum op, sem eru
víðs vegar utan á vélinni. Afl
gufustrókanna veldur því, að
vélin skiptir um stöðu og stefnu
í geimnum eftir skipunum flug-
mannsins.
Möguleikar Dyna-Soar-vélar
innar virðast vera undursamleg-
ir, en þeir, sem bezt vita um til-
raunir þessar, segja, að Dyna-
Soar-vélin sé aðeins eins konar
Gamli-Ford geimaldarinnar.
Bandaríski flugherinn er þegar
að framkvæma undirbúningsat-
huganir i sambandi við hugsan-
lega smíði vélar, sem hann von-
ast til, að komin verði á loft ár-
ið 1968. Það er vél, sem flýgur
bæði í gufuhvolfi og utan þess
og þarfnast ekki dýrs geim-
skots til þess að komast á braut,
heldur tekur sig sjálf á loft og
kemst út úr gufuhvolfinu með
eigin afli og fer síðan á hverja
þá braut umhverfis Jörðu, sem
flugmaðurinn óskar eftir.
Tilraunirnar með Dyna-Soar-
vélina hafa samt ekki gengið
eins greitt og margir óska eftir.
Margir vísindamenn og hcrnað-
aryfirvöld ýmis konar eru sann-
færð um, að Sovétrikin vinni af
kappi á þessu sviði, og er það
alvarlegt ihugunarefni.
Bernard A. Schriever, hers-
höfðingi, yfirmaður flugyfir-
stjórnarinnar segir svo í þessu
sambandi: „Sú þjóð, sem fyrst
nær tökum á þeirri tækni, sem
gerir það mögulegt að stjórna
flugvélum í geimnum, hafa sam-
band þaðan við Jörðu og leysa
hernaðarleg viðfangsefni í
geimnum og utan frá geimnum,
mun öðlast hernaðarlega yfir-
burði, sem gætu valdið úrslit-
um, ef ekki yrðu fundnar upp
viðeigandi gagnráðstafanir.
Aldinviðirnir hneigja sig niður, þegar .þeir bera gnægð ávaxta;
skýin fara Því lægra, sem þau eru vatnsríkari, og öðlingar þjóð-
anna eru Því lítillátari, sem þeir eru fleiri mannkostum búnir.