Úrval - 01.03.1963, Side 29
45
SPÁR UM HEIMSENDI
það með þér yfir um.“ í borginni
Kathmandu byggðu þúsundir
manna sér ótrausta strákofa á
opnum svæðum til þess að haf-
ast við i aðfaranótt þess 3. febrú-
ar, í þeirri von, að þeir kremdust
ekki til bana, þegar hús þeirra
hryndu i jarðskjálftanum. Og ná-
lægt Nýju Delhi héldu vitring-
ar Indverja eina af þeim furðu-
legustu guðsþjónustum, kallaðar
„yagna“, sem nokkurn tíma hafa
verið haldnar á þessari ungu,
litlu rekistjörnu. Sumum fannst
hr. Nehru hafa hegðað sér dálítið
einkennilega síðustu dagana. En
um þessar trúarathafnir sagði
hann: „Þeir, sem vilja halda þess-
ar „yögnur“, geta gert það, ef
þeim sýnist svo. Hvernig get ég
komið einhverri vitglóru inn í
hausinn á þeim, sem ekkert vit
hafa?“
Vitringarnir voru þeirrar skoð-
unar, að enda þótt ragnarök væru
í aðsigi, væri hægt að bægja þeim
frá. í þvi augnamiði komu 700
þeirra saman i janúar á þrem af-
girtum svæðum á hinum köldu
bökkum Jumnaárinnar til þess að
fara með nokkrar bænir. Fjögur
hundruð vitringar söfnuðust sam-
an umhverfis eld og fóru með 10
milljón trúarversa, en á meðan
var varpað á bálið einni milljón
ghee-fórnarkúlum úr smjörfitu
og hrísgrjóna-fórnakúlum. í ná-
grenninu var saman kominn hinn
venjulegi aragrúi örsnauðra bein-
ingamanna, sem höfðu hvorki
fundið til hlýju né fengið saðn-
ingu vikunum saman. Og þarna
húktu þeir og frusu eða sultu til
bana án þess að bíða eftir 3.
febrúar. Þeir voru alls ekkert
þakklátir fyrir allar bænirnar,
sem þuldar voru þeirra vegna,
enda gátu þeir ekki um annað
hugsað en hversu gott það væri
nú að fá eina skál af „ghee“ og
hrísgrjónum. En vanþakklætið
hefur nú reyndar alltaf verið
helzti löstur fátæklinganna.
100 bænavers til þess að
bægja ógnunum frá.
Við annan eld sátu 68 speking-
ar, sérfræðingar í Rig Veda rit-
unum, og þuldu öll tíu bindi rita
þessara, og við þriðja eldinn sátu
10 vitringar dögum saman og
þuldu í sífellu 100 bænavers til
heiðurs guðinum Narasimha. Við
aðra elda sátu vitringar og þuldu
efni hinna fjögurra Veda-bóka,
hetjusagnanna tveggja, Manab-
harata og Ramayana, einnig
Bhagavad Gita og 18 Purana, sem
nemur allt til samans milljónum
orða. En á meðan söngluðu átta
umferðasöngvarar helgisöngva
24 stundir á sólarhring, á meðan
pláneturnar átta nálguðust sína
óskaplegu stjarnfræðilegu af-
stöðu.
En langt, langt í burtu, í henni