Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 30
46
ÍJRVAL
Ameríku, litu stjörnuspámenn-
ir þetta ekki alveg eins dökkum
augum, þótt sumir hinna helztu
sæju fyrir ýmsa erí'iðleika vegna
myrkvans. ÞungamiSja sól-
myrkvans var i suðurhkita Kali-
forniu, og þaðan flúðu 1000
manns út í Arizonaeyðimörkina
til þess að bíða þar dauða síns.
Ein kona, sem hafði komið sér
upp björgunartjaldi í garðinum á
bak við húsið sitt, gróf þar hylki
með minjagrip i, sem hún vildi
varðveita fyrir kynslóðir fram-
tíðarinnar. Það var 10 dollara
seðilh
Menn vita, hvað' gerðist svo
þann 3. febrúar. Þar eð blað
þetta er gefið út í Bandaríkjun-
um, mun ég takmarka frásögnina
við þau. Með einum geysilegum
hvelli sprakk allt í loft upp og
varð að einum geysilegum, ið-
andi geimmekki, allt . . . félagið
„Dætur Ámeríku Byltingarinnar",
allir syndaselir þjóðþingsins, allir
kommúnistar, ritsafn Normans
Vincents Peale, Stór-Los Angeles,
öll eintök af kvikmyndinni „Gid-
get gerist hulamær", hann Jimmy
offa, hann Jerry Lewis, hann
Orval Faubus, styttan af hinni
„Borgaralegu dyggð“ í New York,
auk margra annarra ágætra hluta
og manna. Það var alveg hræði-
legt. Og þar að auki gerðist það
klukkan nákvæmlega 7,13 f. h.
eftir meðaltíma Austurstrand-
arinnar, eða einmitt á því augna-
bliki, sem hinir indversku
stjörnuspámenn höfðu spáð fyir
um. Margt fólk vakti alla nóttina,
en sumir fóru bara snemma á
fætur.
Þetta var ágætur heimsendir,
svona eftir því sém heimsendar
gerast. Það var sannkallaður
glæsibragur yfir honum. í saman-
burði við hann voru heimsend-
arnir tveir árið 1060 ekkert ann-
að en þriðja flokks sýningar. í
Benson í Arizonafylki gróf hóp-
ur heittrúaðra sig í jörð til þess
að- bíða þar eyðingar mannkyns-
ins, en þeir höfðu bara engar
ghee-fórnarkúlur hjá sér. En i
jarðhýsum sínum höfðu þeir
35.000 dollara virði af birgðum
úr matvöruverzlunum og lyfja-
búðum, sem má tæpast teljast við-
eigandi hegðunarmáti. Dr. Elio
Bianca, sem býr á Ítalíu, teymdi
halarófu af fólki með sér hálfa
leið upp á Mont Blanc, en þar
átti að bíða syndaflóðsins, sem
eyddi jörðinni kl. 12,45 e. h. þann
14. júlí. En ýmislegt óviðeigandi
gerðist í því sambandi. Dr. Bianca
hafði alls enga örk. Hann hafði
aðeins 10 árabáta, sem hann
pantaði frá Genua, og þeir komu
jafnvel e-kki nægilega snemma á
ákvörðunarstaðinn. Viðvaningar
ættu ekki að koma nálægt heims-
endisframkvæmdunum. Þeir
koma bara slæmu orði á þær.