Úrval - 01.03.1963, Side 31

Úrval - 01.03.1963, Side 31
47 SPÁR UM HEIMSENDI Bandaríkin hafa aðeins lagt fram einn heimsendisspámann, að heitið getur, og hann var alls ekki meira en þolanlegur áhuga- ma'ður. Það var bóndi einn i New Yorkfylki, William Miller að nafni, sem eyddi þessari reiki- stjörnu árið 1843. Miller var ekki stjörnuspámaður. Hann fékk upp- lýsingar sínar við að velta fyrir sér tölum úr biblíunni. Og hann gat spáð fyrir um heimsendir, 12 árum áður en hann átti sér stað. Þegar hann hafði fengið allar nauðsynlegar upplýsingar, lagði hann af stað í fyrirlestraferð um Nýja-Englandsfylkin, og þar hélt hann meira en 800 fyrirlestra i aðvörunarskyni. Hann eignaðist áhangendur svo þúsundum skipti, þar á meðal nokkra þekkta presta, og sannfærði þá alla um, að lúð- urhljómurinn mundi gjalla þann 21. marz 1843, á vorjafndægri. Þúsundir manna gáfu jarðir sínar og aðrar eignir, slátruðu búpeningi sínum og gáfu fátæk- um, þegar ógnakvöldið nálgaðist. í New Yorkborg kraup svo margt fólk til bæna á götunum, að um- ferðin stöðvaðist timunum sam- an. I bænum Westford í Massa- chusettsfylki söfnuðust 500 á- hangendur hans saman i sam- komuhúsi til þess að bíða lúður- hljómsins, og um miðnættið kvað hann einmitt við. Þeir æddu út og æptu: „Glory, hallelúja!“ en sáu þá, að þetta var bara fylliraft- ur bæjarins, hann Vitlausi-Amos, sem var að blása í risastóran lúður af öllum lífs og sálar kröft- um. í Boston þyrptust hópar heit- trúaðra í hvítiun kyrtlum upp í hæðirnar, „svo að himnarnir ættu sem hægast með að taka á móti þeim.“ Einn maður festi kalkúns- vængi við bak sér, klifraði upp i tré og varpaði sér til flugs, um leið og hann bað guð að „taka sig upp til sín“. Hann handleggs- brotnaði. Það verður að viðurkennast, ef takast má að koma orðum að því á viðurkvæmilegan hátt, að það voru ekki allir áhangendur Mill- ers, sem evddu siðustu stundun- um í bænalestur. Sumir þeirra fóru að þamba whisky, dansa og dufla. Síðar, þegar einn prestur biskupakirkjunnar, sem ánægju hafði af staðtölulegum upplýs- ingurn, fór að líta yfir fæðinga- skrá sína, gat hann ekki annað en haft orð á því, að fleiri börn hefðu fæðzt níu mánuðum eftir heimsendi en á nokkrum öðrum tima ársins. Stundum þegar Jörðin ferst, getur það valdið miklum óþæg- indum. Árið 1938 vaknaði séra Charles Long í bænum Pasadena í Kaliforníu um miðja nótt og sá sýn eina mikla. Draugaleg hönd skrifaði þar töluna 1945 á skóla-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.