Úrval - 01.03.1963, Side 31
47
SPÁR UM HEIMSENDI
Bandaríkin hafa aðeins lagt
fram einn heimsendisspámann,
að heitið getur, og hann var alls
ekki meira en þolanlegur áhuga-
ma'ður. Það var bóndi einn i New
Yorkfylki, William Miller að
nafni, sem eyddi þessari reiki-
stjörnu árið 1843. Miller var ekki
stjörnuspámaður. Hann fékk upp-
lýsingar sínar við að velta fyrir
sér tölum úr biblíunni. Og hann
gat spáð fyrir um heimsendir, 12
árum áður en hann átti sér stað.
Þegar hann hafði fengið allar
nauðsynlegar upplýsingar, lagði
hann af stað í fyrirlestraferð um
Nýja-Englandsfylkin, og þar hélt
hann meira en 800 fyrirlestra i
aðvörunarskyni. Hann eignaðist
áhangendur svo þúsundum skipti,
þar á meðal nokkra þekkta presta,
og sannfærði þá alla um, að lúð-
urhljómurinn mundi gjalla þann
21. marz 1843, á vorjafndægri.
Þúsundir manna gáfu jarðir
sínar og aðrar eignir, slátruðu
búpeningi sínum og gáfu fátæk-
um, þegar ógnakvöldið nálgaðist.
í New Yorkborg kraup svo margt
fólk til bæna á götunum, að um-
ferðin stöðvaðist timunum sam-
an. I bænum Westford í Massa-
chusettsfylki söfnuðust 500 á-
hangendur hans saman i sam-
komuhúsi til þess að bíða lúður-
hljómsins, og um miðnættið kvað
hann einmitt við. Þeir æddu út
og æptu: „Glory, hallelúja!“ en
sáu þá, að þetta var bara fylliraft-
ur bæjarins, hann Vitlausi-Amos,
sem var að blása í risastóran
lúður af öllum lífs og sálar kröft-
um.
í Boston þyrptust hópar heit-
trúaðra í hvítiun kyrtlum upp í
hæðirnar, „svo að himnarnir ættu
sem hægast með að taka á móti
þeim.“ Einn maður festi kalkúns-
vængi við bak sér, klifraði upp i
tré og varpaði sér til flugs, um
leið og hann bað guð að „taka
sig upp til sín“. Hann handleggs-
brotnaði.
Það verður að viðurkennast, ef
takast má að koma orðum að því
á viðurkvæmilegan hátt, að það
voru ekki allir áhangendur Mill-
ers, sem evddu siðustu stundun-
um í bænalestur. Sumir þeirra
fóru að þamba whisky, dansa og
dufla. Síðar, þegar einn prestur
biskupakirkjunnar, sem ánægju
hafði af staðtölulegum upplýs-
ingurn, fór að líta yfir fæðinga-
skrá sína, gat hann ekki annað
en haft orð á því, að fleiri börn
hefðu fæðzt níu mánuðum eftir
heimsendi en á nokkrum öðrum
tima ársins.
Stundum þegar Jörðin ferst,
getur það valdið miklum óþæg-
indum. Árið 1938 vaknaði séra
Charles Long í bænum Pasadena
í Kaliforníu um miðja nótt og sá
sýn eina mikla. Draugaleg hönd
skrifaði þar töluna 1945 á skóla-