Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 34
50
anna, sem er svo nýtt, að flest
fólk he-fur alls ekki hcyrt á það
minnzt. Árið 1960 var þessi unga
vísindagrein skírð „bionics" (eft-
ir gríska orðinu bios, sem tákn-
ar „lifandi verur“, og ics, sem
táknar „athugun á“). Þar er um
a'ð ræða athugun og rannsókn á
lifandi verum í því augnamiði
að finna þar einhverjar megin-
reglur, sem yfirfæra meg'i á
tæknisviðið. Móðir Náttúra hef-
íir starfrækt risavaxna rann-
sóknarstofu í 2000 milljónir ára,
og líftæknifræðingar rannsaka
og reyna að finna leyndardóma
hins ótrúlega árangursríka „út-
búnaðar, sem gegna skal sér-
stökum tilgangi“, og hún hefur
fundið upp og hjálpað til þess
að þróast.
Auga frosksins tekið sem dærni.
Froskaugað er ágætt dæmi um
þetta. Froskurinn étur aðeins lif-
ándi skordýr, og auga hans get-
ur á svipstundu greint flugu, sem
flýgur innan seilingar tungu
hans. Þótt hrúgað væri dauðum
flugum umhverfis frosk, myndi
hann alls ekki gera sér grein
fyrir návist þeirra, vegna þess
að froskaugað skýrir heilanum
ekki frá öllu, sem það sér, heldur
einungis því, sem er froskinum
nauðsynlegt til þess að halda
lifi. Sama aðgreiningaraðferð
gerir froskinum það fært að
ÚR VAL
greina lögun og hreyfingar þær,
sem eiginlegar eru óvinum hans,
en iþyngir ekki heila hans með
upplýsingum um ýmislegt annað,
sem hefur ekki í för með sér
neina hættu fyrir hann.
Væri hægt að skilja og greina
hina tæknilegu meginreg'lu, sem
liggur að baki þessum útbúnaði
froskaugans, væri hægt að full-
komna „njósnaauga" fyrir loft-
varnakerfi það, sem SAGE nefn-
ist, auga, sem greindi að og
þekkti í sundur lögun ýmissa
hluta. Nú matar hið alþjóðlega
kerfi „rataraugna“ loftvarna-
kerfi þetta á slikum ofboðslegum
kynstrum þýðingarlausra upplýs-
inga um loftsteina, ský, flug
anda, gæsa og flugvéla vinveittra
aðilja, að stundum skapast ring-
ulreið.
Froskaugað lofar lika góðu,
hvað borgaralegt líf snertir.
Loftumferðarvandamálið yfir
flestum stærri flugvöllunum er
til dæmis orðið svo alvarlegt, að
það nálgast öngþveiti. Búizt er
svo við, að flugumferðin verði
orðin tvöfalt meiri árið 1975. Því
verður nú að finna upp mjög
áreiðanleg, sjálfvirk aðgreining-
artæki (automatic monitors) sem
hjálpartæki fyrir ratsjárskerma
flugumferðarstjórnarinnar.
Alls staðar í náttúrunni ma
greina slik sérhæfð skilningar-
vit sem auga frosksins. Verið er