Úrval - 01.03.1963, Síða 35

Úrval - 01.03.1963, Síða 35
51 TÆKNIN LIKIR EFTIR SKYNFÆRUM . . . að rannsaka leðurblökuna í sama augnamiði, af því að ratvísiút- búnaður leðurblökunnar gerir slíkum útbúnaði mannsins mikla skömm til. Hún gefur frá sér há- tiðnibljóð (supersonik), sem hún beinir að hlutum umhverfis sig og lætur þau endurkastast til sin aftur. Þannig ratar hún af svo mikilli nákvæmni, að þótt bund- ið væri fyrir augun á leðurblöku og hún látin fljúga um i dimmu herbergi, þar sem strengdir væru píanóstrengir tugum saman, þá myndi hún aldrei strjúkast við neinn af þráðunum. „Innrauð“ skynfæri. Þegar höggormurinn leitar sér uppi blóðheit fórnardýr að nóttu' til, treystir hann á innfrárautt skynfæri í böfði sér, sem greinir hitabreytingar, þó að þær nemi ekki meira en 1 /1000 úr hitastigi (miðað við Fahrenheit). Vísinda- menn hafa mikinn áhuga fyrir þessu fyrirbrigði, því að flug- skeyti og gervihnettir, sem fram- leidd hafa verið i loftvarnaskyni og ætlað er að greina það með hjálp innfrárauðrar „skynjunar“, ef flugskeyti er skotið á loft ein- hvers staðar í heiminum, eru ósköp ófullkomin tæki miðað við skynfæri höggormsins. Einnig er verið að rannsaka mýfluguna, vegna þess að nauð- syn ber til að vinna bug á hljóð- truflunum, sem eru plága fyrir alls kyns fjarskiptitæki vor. Mý- flugan þarf ekki annað en að láta vængi sína titra til þess að* fram- leiða suðandi hljóð, sem mun geta smogið í gegnum hvers kyns truflandi hávaða, sem maðurinn eða náttúran getur framkallað, hvort sem það eru þrumur eða emjandi neyðarflautur, og flutt þannig annarri mýflugu 150 fet- um í burtu skilaboð sín. Kviðeyra mölflugunnar veldur einnig miklum heilabrotum vís- indamannanna, sem að rannsókn- um þessum starfa, vegna þess að þeir þurfa ekki annað en að tengja elektróðu og magnara við ikviðeyra þetta til þess að greina þá hátíðnihljóð, sem jafnvel hinir fulllcomnustu hljóðnemar manns- ins ná ekki að greina. Hvað meginreglur og kenning- ar snertir, ættum við í rauninni að geta líkt eftir þessum tækni- útbúnaði náttúrunnar, því að all- ar lifrænar verur, allt frá möl- flugunni og froskinum til manns- ins, eru í rauninni rafkerfi. Skyn- færin, sem „tengja“ öll dýr við umhverfið, eru aðeins straum- leiðarar og straumbreytar, tæki líkt og hljóðneminn, sjónvarps- tökuvélin eða grammófónsarm- urinn með hljóðdósinni, tæki, sem breyta einni mynd orku i aðra. Hljóðnemi breytir t. d. hljóði i rafmerki, sem berast til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.