Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 37
TÆKNIN LÍKIR EFTIR SKYNFÆRUM . . .
heilbrigðum frumum, og Lincoln
Laboratories hafa framleitt auga,
sem getur greint óeðlilegar lín-
ur í heilaritum. General Electric
Co. hefur framleitt tilraunaauga,
,,Visilog“ að nafni, sem starfar á
sama hátt og mannlegt auga við
að meta fjarlægðir, þegar það
nálgast yfirborð fastra hluta.
Mennirnir meta hraða þann,
sem þeir nálgast hlutina á eða
hluturinn þá, eftir breytingum
þeim, sem verða á gerð yfirborðs
hlutarins, þegar augu þeirra nálg-
ast hann meir og meir. Þar fæst
skýringin á því, hvers vegna við
rekumst stundum á glerhurð, en
getum alltaf stanzað, áður en við
rekumst á múrvegg. Auga Gene-
ral Electric Co. reiknar út hraða
þennan, og gildir einu, um livers
konar yfirborð er að ræða. Þe'gar
auga þessu er komið fyrir í far-
artæki, getur það orkað á útbún-
að, sem dregur úr hraðanum.
Verið er að gera tilraunir með
það og endurbæta í þeirri von,
að það geti gert tunglrannsóknar-
eldflaug fært að lenda mjúklega
á yfirborði tunglsins. Einnig
munu kannske verða framleidd
örsmá „Visilog“-augu fyrir
blinda.
Húsflugan var fyrirmynd fyrsta
„gyroscopsins“ (flugstýritækis-
ins) sem ekki hafði neina hluta,
er snerust. Hlaut það nafnið
„Gyrotron“ og var framleitt af
53
Sperry Rand Corp. Þegar fluga
flýgur á rönd eða beygir, heldur
hún stöðugri flugstöðu vegna
upplýsinga, sem hún fær frá
tveim titrandi „stöngum", sem
standa út úr líkama hennar og
eru næmar fyrir breytingum á
loftþrýstingi. Sperry Rand Corp.
líkti hara eftir flugstöðugleika-
útbúnaði flugunnar, sem er næm-
ur eins og tónkvisl, og tókst verk-
smiðjunni þannig að framleiða
mótstöðulaust „gyroscope“, sem
ekki er stærra en kringlótt pela-
glas.
Bandariski flugherinn er að
gera tilraunir með tæki, sem er
eftirlíking af auga bjöllunnar.
Þetta er jarðhraðamælir (ground-
speed indicator) fyrir flugvélar.
Þegar bjalla á flugi horfir á kyrra
hluti á jörðu niðri með sínu
margbrotna auga, sem er í raun
og veru klofið auga, mælir bjall-
an flughraða sinn eftir tírna þeim,
sem það tekur til dæmis tré að
færast frá sjónfleti annars helm-
ings auga hennar yfir á hinn
helminginn. í stað auga bjöll-
unnar notar flugherinn tvær
„fótósellur", sem virða fyrir sér
jörðina úr fram og afturenda
flugvélarinnar, en í stað heila
bjöllunnar kemur lítil reiknivél.
Flugherinn álítur, að þeim hafi
þannig tekizt að smíða fyrsta
jarðhraðamælinn fyrir flugvélar,