Úrval - 01.03.1963, Side 40
Nýgiftu hjónin voru nýbúin að
fá fyrsta matarreikninginn frá
kaupmanninum, og var hann
hærri en þau höfðu búizt við. Á
honum var til dæmis fært kaffi
og sykur fyrir aftan dagsetningu
nokkra, en síðan fylgdu margar
dagsetningar Þar á eftir, og fyrir
aftan hverja dagsetningu stóð orð-
ið „ditto“. Sama máli gegndi um
ýmsar aðrar vörur.
„Það er víst bezt, að ég skreppi
til kaupmannsins og spyrji hann,
hvað öll þessi fjandans „ditto“
þýða,“ sagði hinn ráðvillti eigin-
maður.
Þegar hann kom heim aftur,
spurði konan hans hann: „Jæja,
hvers varðstu nú vísari?“
„Ég varð þess visari," svaraði
hann, „að ég er erkibjálfi ... og
að þú ert „ditto“.
„Fjári er lífið annars skrýtið,"
sagði Kalli gamli. „Fyrstu tuttugu
árin spyr mamma manns að því,
hvert maður sé að fara. Og næstu
fjörutíu árin spyr kerlingin mann
að því sama. Og Þeir, sem fylgja
manni að siðustu til grafar, spyrja
svo áreiðanlega sömu spurningar."
Forstjórinn þurfti oft að yfir-
gefa skrifstofuna í ýmsum erind-
um, og hann hafði áhyggjur af því,
að vélritunarstúlkan sæti auðum
höndum, á meðan hann væri í
burtu.
Einn morguninn þegar hann var
að fara út, sagði hann því við
hana: „Ég vona bara, að þér sitjið
ekki alveg aðgerðarlaus, á meðan
ég er fjarverandi."
„Nei, nei, síður en svo,“ svaraði
stúlkan. „Ég er með fulla tösku
af handavinnu.“
Tilkynning I kirkjublaði einu:
„Herra Wilson gaf nýja hátalar-
ann handa kirkjunni til minningar
um eiginkonu sína.“
„Hvað, fyrir hvern er nú verið
að skjóta saman hér i skrifstof-
unni? Hver er að skella sér í það
heilaga?“
„Nei, við erum bara að skjóta
saman handa einni, sem ætlar ekki
að fara að gifta sig og er ekki
heldur á förum héðan, en heldur
bara, að hér verði hún að sitja
til æviloka.“
„Hvernig stendur á því, að þú
gafst bilastæðisverðinum fimm
shillinga í ómakslaun?“
„Líttu bara á bílinn, sem hann
gaf mér!“
Enska leikkonan Hermione Ging-
old um aldur sinn: „Nú, ég, sem
á tvo uppkomna syni, sem eru eldri
en ég!“
56