Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 44
60
ÚR VAI.
til þess að skýra A1 frá hug-
myndinni. Poki — reykur —
hnífur — skera gat á svefnpok-
ann. Augasteinar Als hreyfðust
upp og niður, og átti það að
tákna samþykki. A1 var bezti
frumskógale'iðsögumaður okkar.
Hann hafði sagt mér margt og'
mikið um slöngur fyrstu vikur
ferðarinnar, þegar samskipti
okkar höfðu verið vingjarnleg.
Möguleikarnir hefðu verið meiri,
ef skipt hefði verið um hlut-
verk, ég liefði verið i pokanum,
en hann utan hans. En samt
ætlaði ég að gera mitt bezta.
Ég rannsakaði vandlega fell-
ingar svefnpokans við fætur Als.
Hvar áttum við að skera gat á
pokann, þannig að reykurinn
kæmist sem fyrst inn i hann?
Yfirleitt hef ég ekki verið bæn-
rækinn maður, en nú baðst ég
fyrir, því að lif Als var komið
undir þvi, hversu lipurlega mér
tækist að rista gat á pokann.
Mér datt í hug, að væri þetta
lítil, löt kyrkislanga, gæti ég
skorið gat á pókann og drepið
slönguna með berum höndunum.
En slíkt væri óðs manns æði að
reyna, væri þetta hin mjóa fer-
de-lance-slanga eða lífshættu-
lega „bushmaster“-slanga. Eitt
sir.n hafði ég séð „bushmaster“-
slöngu bíta litinn otur af slíku
afli, að dýrið tókst hátt á loft.
Það dó næstum áður en það féll
aftur til jarðar.
Ég skar á pokann. Hárbeittur
rýtingurinn fletti striganum í
sundur. Ég bjó til gat á stærð við
appelsínu. Vargas gaf Indíán-
anum merki, og hann kom með
olíuborna pokann fullan af reyk.
Ég' færði mig um set til staðar,
þar sein A1 gat séð mig gefa
merki. Ég' benti á Vargas, síðan
á Índíánann og loks á sjálfan
mig' og gaf til kynna ineð handa-
pati, að hreyfðist slangan mynd-
um við þrir þjóta burt á bak
við næstu runna. Augasteinar Als
hreyfðust upp og niður til sam-
þykkis. Hann vissi, að ef slang-
an tæki að skriða út úr pokan-
um og yrði vör við návist okk,
ar myndi hún skríða inn í hann
aftur eða bíta hann i andlitið.
Reykpokinn var heitur við-
komu. Þegar ég þrýsti opi hans
að gatinu á svefnpokanum,
slapp aðeins lítið af reyk út á
milli. Mestur hluti reyksins fór
inn í svefnpokann. Brátt tók
reykur að líða út úr hinum enda
pokans. Skyndilega hreyfðist
slangan. Hún vatt sér til og
dróst saman í hnút.
Við þutum í áttina til kjarrs-
ins. En brátt var allur reykur-
inn rokinn burt, og þá lagðist
slanga-' til hvíldar aftur. Við
skriðuiu ...fhræddir að pokanum
að nýju. Eg gaf merki og spurði
A1 á þann hátt, hvort við ættum