Úrval - 01.03.1963, Page 48
Selur og maður
gerast viiiir
Saga um vináttubönd milli manns og
dýrs og fallvaltteik lífsins.
Eftir Glynn Croudace.
YRIR rúrnu ári var
hafnarstjórinn í bæn-
um Gordon’s Bay í
Suður-Afríku, van
Rict að nafni, á ferð
um höfnina á bát
sínum. Þetta var í dögun. Þá sá
hann einhverja dökka þúst liggja
á klettum fyrir innan hafnar-
garðinn. líann fór að athuga
þetta og sá, að þetta var'ungur
selur. Hann var illa sserður a
höfði, en samt lifandi.
Selurinn óttaðist augsýnilega
nærveru bátsins, og hafnarstjór-
inn færði sig því um set, svo að
særði selurinn kastaði sér ekki
i sjóinn. Hann óttaðist, að þá
myndi hann drukkna. Það var
dálitið af smáfiski í bátnum, og
van Riet kastaði honum til sels-
ins. Selurinn gleypti fiskana,
sem næst honum lentu, en náði
ekki til hinna.
Síð'ar sama dag kom hafnar-
stjórinn aftur á vettvang með
meiri fisk. Hann vildi ekki
styggja litla selinn, svo að hann
kallaði róandi röddu til hans,
þegar hann nálgaðist hann:
„Jackie, Jackie!“ Þetta var
fyrsta nafnið, sem honum datt
í hug. Hann vissi ekki, að þetta
var kvendýr og að selur þessi
átti eftir að verða frægur þar um
slóðir.
Alla næstu viku hélt hann á-
fram að fóðra þennan hjálpar-
vana sjúkling tvisvar til þrisvar
á dag. Einn morguninn var al-
64
— Wide World —