Úrval - 01.03.1963, Page 56
72
Ú R VAL
yfirborðið er 3(5 þumlungar, og'
er sem raunveruleg „parabola“
að gerð með 1 /20 úr bylgjulengd
græns Ijóss. Nákvæmnin i undir-
búningi efnisins í spegilinn er
siík, að ekki skakkar 1/1000.000
úr þumlungi í stærð agnanna.
Hingað lil hefur aldrei reynzt
vera þörf fyrir slika nákvæmni.
1/5 eða 1/4 úr bylgjulengd
græns ljóss, sem er miðjan í
liinu sjáanlega litrófi, hefur
verið nægilega nákvæmt, þegar
athuganir fara fram í g'egn um
lofthjúp Jarðar.
Spegillinn í lofthjúp þessum
gefur skýrari mynd en jafnvel
hinn risavaxni 200 þumlunga
sjónaukaspegill i stjörnuathug-
unarstöðinni á Palomarfjalli í
Kaliforníufylki. Sem dæmi um
kraft hans má taka það fram,
að hann greinir hlut í 1000 mílna
fjarlægð, þótt hluturinn sé ekki
nema (5 þumlunga breiður. Einn-
ig getur liann greint á milli
tveggja Ijósdepla, þótt aðeins
séu 30 þumlungar á milli ])eirra.
„Fused-quartz“ heitir efnið,
sein notað var i þennan 36 þuml-
unga spegil, þar eð miklar hita-
breytingar, sem stjörnusjón-
aukinn verður að þola, hafa ekki
áhrif á það.
Flugbelgi þessum mun verða
sleppt lausum úr nýju Vísinda-
legu Flugbelgjaflugstöðinni i
Palestine i Texasfylki (Scien-
tifiic Ballon Flight Station) i
febrúar eða marz, 1963. í febrúar
mun Marz verða tiltölulega ná-
lægl Jörðu, innan við 62 milljón
mílur, og ekki mun liann verða
svo nálægt Jörðunni aftur fyrr
en árið 1967.
Þrjár opinberar stofnanir
vinna að þessari tilraun i sam-
einingu (National Aeronaiitics
and Space Administration, Nati-
onal Science Foundation og
Offiee of Naval Piesearch) undir
stjórn Martins Schwárzchild,
sem er heimsþekktur stjörnu-
fræðingur við Princetonháskól-
ann.
Hann segir, að von sé um, að
takast muni að ná myndum af
yfirborði tunglsins í ferð þess
ari. Muni þær myndir hjálpa ti!
þess að staðfesta megi, hvort
um er að ræða urmul af litlum
eldgígum á yfirborði þess, eins
og almennt er talið. Einnig mun
þessi tilraun ef til vill geta gefið
upplýsingar um götin i skýja-
þykkni Venusar og um það
hvernig stjörnur verða til.
Ekki er búizt við, að Mariner
sem flaug í um 21,000 mílna
fjarlægð frá Venusi i desember,
muni geta vcitt eins nákvæmar
myndir og fást munu með hjálp
sjónauka þessa.
Þegar sjónaukinn verður kom-
inn á sinn stað um 16 mílum
ofar Jörðu, mun sjónvarpskerfi