Úrval - 01.03.1963, Side 58
RISALEIÐSLUR
ttl
ÓRAALGU
Fyrir nokkru var tilkynnt, að bráðlega eigi að leggja risa-
leiðslur um 325 mílna vegalengd i Englandi til dreifing-
ar á jarðgasi, sem. flutt er inn frá Saharaeyðimörkinni.
Slíkar risaleiðslur eru nú notaðar í Bandaríkjunum
til flutnings á gasi, olíu og ýmsum öðrum vörum,
og er þar um mikla breytingu á flutningakerfi
Bandaríkjanna að ræða, eins og sjá má
á eftirfarandi grein.
jpgj ÍÐUSTU ÁRIN hafa risa-
ISSS leiðslur orðið þýðingar-
mikill þáttur i flutninga-
kerfi Bandarikjanna. Hin
milda þensla atvinnulífsins og
framleiðslunnar á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar varð til þess
að stórauka lagningu slíkra
leiðslna, og er leiðslukerfi ger-
valls landsins nú orðið yfir 450.-
000 mílur á lengd.
Þetta kerfi er aðallega notað
til þess að flytja oliu og jarð-
gas, en einnig til þess að flytja
ýmsar tegundir af vökvum, gasi
og jafnvel föstum efnum í sívax-
andi mæli, þar á meðal efna-
blöndu úr kolum, trjákvoðu í
fljótandi ásigkomulagi, hrágúm-
lög, saltlög, alkohol, ethyline,
súrefni, köfnunarefni, hrásykur-
lög og sykurreyrsstilka fljótandi
í vökva.
Um leið og vörutegundum
fjölgar, sem flytja má með risa-
leiðslum á ódýran og árangurs-
ríkan hátt, vex þörfin fyrir nýjar
leiðslur auðvitað jöfnum skrefum.
Nú er milljónum dollara eytt í
lagningu nýrra leiðslna, og á ár-
inu 1962 voru lagðar viðbótar-
leiðslur, sem voru samtals um
18.000 mílur, og var þar um tæp-
lega 2.000 mílna aukningu að
ræða frá næsta ári á undan.
Verkfræðingar lita nú þegar
74
— Science Horjzons —