Úrval - 01.03.1963, Page 61
RISALEIÐSLUR UM ÓRAVEGU
vörutegundir sem leiðslurnar
kunna að flytja auk oliu þess-
arar.
15 dögum eftir að olía Lion
olíufélagsins fór af stað frá E1
Dorado, er ýtt á fleiri hnappa í
Seymour, norður í Indianafylki.
Olíunni er beint í umhleðslu-
geyma og er síðan dælt yfir í
leiðslur, sem flytja hana til Chi-
cago á þreim dögum. Daglegt
magn, sem flytja skal þangað, er
ákveðið af Lion olíufélaginu, en
venjulega er um að ræða 20.000—-
30.000 tunnur í einu.
Fyrstu risaleiðslurnar.
Leiðslur hafa verið notaðar til
flutninga i Bandaríkjunum i
næstum 140 ár. Fyrsta gasleiðsl-
an var prófuð í Fredonia, bæ i
nyrðri hluta New Yorkfylkis, árið
1825. Fyrsta olíuleiðslan var
lögð, eftir að fyrsta oliulindin var
virkjuð til reksturs í Titusville í
Pennsylvaniufylki árið 1859.
Tekið var að sjóða saman sam-
skeytin í kringum 1914, en
„saumlaus“ samskeyti voru full-
komnuð árið 1927. Síðan hafa
orðið stöðugar framfarir 1 fram-
leiðslu leiðslnanna og lagningu
og ýmis ný efni verið notuð í
þær. Notkun plastefna og ann-
arra efna, sem innihalda ekki
járn, hefur nýlega aukizt, bæði
hvað snertir leiðslur og „fóður“
í járn- eða stálleiðslur.
77
Betri skurðgröfur, betri sprengi-
efni, betri logsuðutæki og betri
efni til þess að „fóðra“ leiðsl-
urnar með og vefja yfirborð
þeirra, — allt hefur þetta hjálp-
að til þess að gera lagningu
risaleiðslanna fljótari og ódýr-
ari.
Verkfræðingar álíta, að í fram-
tíðinni muni það verða mögulegt
að flytja mismunandi vöruteg-
undir í sömu leiðslum samtímis.
Tilraunir fara nú fram þar að
lútandi i Kanada til þess að
ákvarða megi, hvort æskilegt sé
að flytja olíu og brennistein í
sömu leiðslum samtímis.
Ókosturinn við slíka flutninga
hefur verið sá, að annað efnið
hefur skemmt hitt efnið, en sér-
fræðingar i þessari flutninga-
tækni halda því fram, að slík
blöndun efna geti stundum haft
sína kosti.
Á Hawaiieyjum eru sykurreyrs-
stiklar t. d. fluttir til hreinsunar-
stöðva í leiðslum, sem fylltar eru
vatni. Á leið þeirra eftir leiðsl-
unum leysast þeir að nokkru leyti
upp, en slíkt flýtir fyrir vinnslu
reyrsins og sykursins. Á sama
hátt mætti flýta fyrir vinnslu
trjátrefja á leið þeirra í pappirs-
verksmiðjur.
Sum bandarísk járnbrautarfé-
lög eiga nú risaleiðslur. The
Southern Pacific Bailroad járn-
brautarfélagið starfrækir nú t. d.