Úrval - 01.03.1963, Side 62
78
ÚR VAL
1300 mílna langa oliuleiðslu, og
er mestur hluti hennar lagður
•við hliS járnbrautarteinanna, þ.
e. á landi, sem félagiS ræSur yfir.
í fyrra gáfu leiSslur þær af sér
yfir 4 milljón dollara nettótekj-
ur.
Tæki til aS mæla ferskfisk.
Stöðugar frafarir eiga sér staS I fiskverzlun og fiskvinnslu.
Eftir tveggja ára tilraunir hefur Fiskvinnslustofnun þýzka ríkis-
ins í Hamborg tekizt að smiða „pottþétt" mælitæki til að gæða-
prófa fisk á augabragði.
Tækið sýnir af ótvíræðri nákvæmni ferskleikastig fisksins og
geymslubol hans. Með þessu móti geta neytendur inni í miðri
Eívrópu fengið óaðfinnanlegan þorsk eða karfa á matborðið.
Hér er um að ræða transistor-tæki. Tvær elektróður eru Iátn-
ar nema við fiskbolinn, og er þá hægt að lesa ferskleikastigið
0 til 100 á sérstakri mæliskífu. Fyrir ufsa og ýsu, karfa og Þorsk
eru notuð mismunandi gildi, og má sjá þau jafnharðan á litatöflu.
Á þessu ári verður hafin fjöldaframleiðsla á „fiskmælinum",
eins og tækið er kallað opinberlega, og ætlunin er að endurbæta
það, svo að hægt verði að bera Það með sér.
Það er ljóst orðið, að fiskkaupendur framtíðarinnar sem
hafa þetta tæki meðferðis, þurfa ekki að kaupa köttinn í sekknum.
Kannski verður líka einhvern tima hægt að kaupa fisk eftir fersk-
leikaflokkun! (Ægir, þýtt úr Kieler Nachrichten).
Hrygnir á þurru.
1 Amazonfljótinu er fisktegund nokkur, sem hefur þá sér-
stöðu, að hún hrygnir á þurru. Hrygnan stekkur upp úr vatn-
inu og gýtur hrognunum á blöð jurta, sem slúta út yfir vatnið.
Næstu tvo dagana er svo hængurinn önnum kafinn við að skvetta
vatni á hrognin, til þess að halda þeim rökum. Sem betur fer
fyrir hænginn tekur klakið ekki lengri tíma.
(Veiðimaðurinn).