Úrval - 01.03.1963, Page 66
82
ÚR VAL
aður íþróttamaður eykur afköst
sín og lifsorku og hún margfald-
ast þannig, að menn búa margir
ævilangt að íþróttaiðkunum
æsku sinnar, halda starfsþreki
sinu lengur óskertu og eldast
seinna en aðrir, ef þjálfunin hef-
ur verið rétt framkvæmd. Á
sama hátt þjálfa nemendur
námshæfileika sina, auka afköst
sin og búa að þeirri menntun
og aukinni námsgetu alla ævi.
Hið sama gildir um hvers konar
listiðkun, lestur heimsbók-
menntanna, ritstörf, tónlist, fé-
lagslíf og trúmálastarfsemi. Allt
auðgar þetta lífið og eykur lífs-
orkuna, og þeir menn, sem ala
með sér áhuga á slíku eldast
seinna og deyja jafnvel að sið-
ustu ungir i anda. Þetta reikn-
ast þeim allt til tekna í bók-
haldi lífsins hér á jörðu, svo
ekki sé farið út fyrir það svið.
Allt miðast þetta við, að fólk
sé sæmilega heilbrigt andlega
og likamlega og geri sér Ijóst,
að þegar öllu er á botninn
hvolft, er það lífið sjálft,
sem mestu máli skiptir, þvi að
án þess er ekki unnt að njóta
neinna lystisemda þess.
Eins og í mannslíkamanum
eru margar deyjandi frumur,
svo eru i mannheimi margir
deyjandi menn, á leið frá lífinu
til dauðans. Óheilbrigðin er með
ýmsu móti og mismunandi
mikil, en einn vesti sjúkdómur-
inn er lífsleiðinn, sem færist á
útgjaldahliðina i bókhaldi lifs-
ins, og er það stærsti og hættu-
legasti liðurinn. Lifsleiðinn er
líka mismikill. Stighækkandi
byrjar hann sem þreytukennd,
ergelsi, geðstirfni, uppreisnar-
andi, sjálfsmeðaumkun, dapur-
leiki, þunglyndi og örvænting.
Rætur hans má rekja aftur til
erfða, uppvaxtar og uppeldis-
skilyrða horfinna kynslóða, sem
urðu að stríða við hann við
ólíkt verri aðstæður en þær, sem
við nú búum við, en þær kyn-
slóðir skiluðu þó lífinu að
mestu leyti heilu og höldnu í
hendur okkar, og þökk sé þeim
og heiður fyrir það. Samt sem
áður er lífi okkar, heilsu og
þreki ógnað sem fyrr af margs
konar öflum, margfalt skeinu-
hættari en ellinni, og er áfengið
þar framarlega í flokki.
Áfengið er deyfilyf, sem hef-
ur deyfandi og lamandi áhrif á
allar frumur líkamans, en þó
einluim á heilafrumurnar, og
þar fyrst og fremst á þær frum-
ur, sem þróunarfarslega eru
yngstar, en eru i ennisdeild
heilans og gegna einkum þvi
hlutverki, að tengja saman
brautir annarra heilafruma og
leggja markvissar hömlur á þær.
Það er ekki almennt kunnugt
sem vert væri, þótt mörg ykkar