Úrval - 01.03.1963, Side 71
KOMIÐ AÐ KELDUM
87
voru fljót að risa upp í sveit-
um landsins, enda standa vonir
til, að hús úr góðri, járnbentri
steypu séu þær endingarbeztu
byggingar, sem hér hafa verið
reistar.
Það gengur furðu næst, að ein-
mitt á Suðurlandi skuli einn
torfbær vera uppistandandi,
sem án efa er hið elzta hús, sem
nú er til á íslandi, en það er bær-
inn á Keldum á Rangárvöllum,
nánar tiltekið einn hluti hans,
skálinn. Það hefur mikið verið
rætt um aldur skálans og aliir
munu sammála um háan aldur
hans, en engir hafa viljað nefna
aldur hans með vissu. Síðustu
ár ævi sinnar bjó Jón Loftsson,
fósturfaðir Snorra Sturlusonar,
á Keldum, og eru margir á sama
máli um, að sumt af viðum skál-
ans sé frá hans tíma. Jón Lofts-
son andaðist 1197, en fæddur
var hann i Noregi 1124, og var
móðir hans Þóra dóttir Magnús-
ar konungs berfætts. Til íslands
kom hann með foreldrum sín-
um 1135, en þau fóru þá að
Odda. Jón var mestur höfðingi og
valdamaður sinnar tíðar á íslandi
og mikil var sú gæfa hans að
taka Snorra son Hvamms-Sturlu
til fósturs og uppfræða hann um
sögu Norðurlanda, þvi stórum
fátækari væri nú saga þeirra
landa, ef Jóns Loftssonar og
sagnasnilldar Snorra Sturluson-
ar hefði ekki notið við.
Um fáa bændur, sem bjuggu
á Kelduin á undan Jóni Lofts-
syni, er vitað, en einn þeirra er
þó nafnfrægur úr Njáls sögu:
Ingjaldur Höskuldsson. Úr göml-
um rímum um Njálu sem taldar
er glataðar, lifir þessi visa:
Þegnar riðu á Þrihyrningsháls,
þaktir brynju og skjöldum.
Allir komu þar óvinir Njáls
nema Ingjaldur á Keldum.
Talið er, að fyrir 1190 -— áður
en Jón Loftsson flutti að Keld-
um, hafi bærinn ekki staðið þar
sem hann er nú, heldur á Fram-
túninu fyrir neðan lækinn, þar
sem lambhúsin tvö standa nú,
en að Jón hafi byggt kirkju sína
og klaustur á bæjarhólnum, þar
sem skálinn stendur nú. Litlar
eða engar sögur eru af klaustr-
inu á Keldum og fátt bendir til
klausturlifnaðar þar annað en
innsigli gamalt, sem fannst i
rofi, og á það er grafið: Sveinn
Pálsson prior. Er sá prior ekki
kunnur annars staðar frá.
Svo vel ættaður sem Jón Lofts-
son var, i báðar ættir, og auk
þess einhver mesti auðmaður
sinnar tíðar, er það augljóst mál,
að auðvelt hefur verið fyrir
hann að útvega sér valinn við
frá Noregi í byggingar sínar á
Keldum. Skálaviðirnir á Keld-