Úrval - 01.03.1963, Page 75
KOMIÐ AÐ KELDUM
91
að sjá eins og lífrænn hluti af
landinu sjálfu — og lengra
komast útlærðir „arkitektar"
ekki í húsagerðarlist.
Á hverju ári kemur nú fjöldi
manns að Keldum til að skoða
gamla bæinn og hið forna höf-
uðból — og liklegt er, að þeim
gestum fjölgi með hverju ári sem
liður.
Áður óþekkt lífræn efni í trjám?
Dr. Arthur B. Anderson, forstjóri rannsóknardeildar við Cali-
forníuháskóla, sem vinnur að rannsóknum á skógarafurðum,
segir, að tré séu „undursamlegar efnaverksmiðjur".
„Vísindamenn," segir hann ennfremur, „hafa fundið meira en
2.600 mismunandi lífræn efnasambönd í trjám, en ekki hefur
nema lítill hluti þessara efnasambanda verið rannsakaður að
nokkru gagni. Ástæða er til að ætla, ^ð í trjám sé að finna öll
þau lífræn efnasambönd, sem mönnum eru kunn, en auk þess;
er líklegt, að i trjánum leynist enn óþekkt efnasambönd eða.
sambönd, sem vitað er um að til séu, þótt enn séu Þau ófundin."'
„Þú.“
Hvað ert „Þú“? — Ein báran á hafi tilverunnar, ein lítil, hverful
bára, en fædd af sama hafi og ég, — ég í annarri mynd. —
Hversu einmanalegt væri á yfirborði hafsins, ef ég væri þar
einn, — ef þú, risir ekki með mér upp í ljósið og daginn. —
„Þú“ og „ég“ — öll mannkynssagan gerist á milli þessara
tveggja skauta, og listin að lifa er í því fólgin að vináttusamband
sé á milli þeirra, hversu ólik sem þau eru.
Þú — hinn dularfulli •— vertu mér sem ólíkastur, • svo að ég
hafi eitthvað annað en sjálfan mig til að undrast og dást að,
og við getum sem oftast og sem lengst verið víxlþegar einhvers,
sem annar á, en hinn ekki, — við — þú og ég — þessar tvær
öldur hins mikla hafs, —
aðgreindar á yfirborðinu,
en eitt í djúpinu.
Gretar Fells.