Úrval - 01.03.1963, Page 85
vissu, að mikið fijót rann ein-
hvers staðar um Vestur-Afriku.
En enginn var viss um, hvortþað
rynni tii austurs eða vesturs.
Sumir landfræðingar héldu, að
það hiyti að vera þverá Nílar.
Aðrir héldu, að Niger og Kongó
væru eitt og sama fljótið. Enginn
vissi, livar upptök þess voru, og
enginn vissi heldur, hvar það
rann til sjávar, þótt undarlegt
megi virðast. Samkvæmt einni
kenningunni átti það að renna
undir Saharaeyðimörkina og rit
i Miðjarðarhafið!
Jafnvel enn þann dag í dag eru
það fáir ferðamenn, senr sigla
eftir Nigerfljótinu frá upptök-
um til ósa. Það er algerlega ó-
skipgengt á miklum hluta leiðar
þeirrar. Ferð meðfram fljótinu
og eftir því allt til sjávar tek-
ur ferðamanninn nú um 7 vik-
ur. Og fcrð sú byrjar í 'Bamako,
höfuðborg Maliríkis, sem áður
gekk undir nafninu Franska
Súdan. Ain á í rauninni upptök
sín 450 mílur í suðvestri frá
borginni, uppi í Fouta Djallon-
fjöllunum. En margir hinna
fyrstu landkönnuða, sem könn-
uðu fijót þetta, Iögðu af stað frá
Bamako eða héraðinu þar i
nánd, og því getur ferðamaður-
inn álitið, að það sé ákjósan-
iegur staður til þess að ieggja af
stað i langferð þessa.
JBamako er við útjaðar Sahara-
eyðimerkurinnar. í þessari
tötraborg má greina aila liina
101