Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 93
Illfí fíVLARFVLLA FLJÓT AFRÍKU
109
isræmur, fjaðrir, lifandi skjald-
bökur. Allt eru þetta „juju-vör-
ur“ — töfragripir, — verndar-
gripir, — tæki svartagaldurs.
í bænum Port Harcourt, sem
er i útjaðri Nigerárósanna, stíg-
ur ferðamaðurinn um borð í
braðbát til þess að komast á
leiðarenda — út að ármynninu.
Báturinn smýgur í gegnum
furðulegt völu'ndarhús árkvisla,
fenja, sunda og síkja, sem virð-
ast vera í einni ógreiðanlegri
flækju. Það er stanzað snöggv-
ast í Nembe, gömlu þrælahöfn-
inni. Risavaxinn Afríkumaður,
sem er klæddur i marglitt pils og
enskan kúluhatt einan fata, tek-
ur ofan hattkúfinn og segir:
„Góðan daginn, herra.“ Konung-
lega kyrkislangan er heilög i
Nembe. Feitar slöngur, fimm
feta á iengd, smjúga þar í friði
inn um allar dyr. Þeim er aldrei
gert mein, og þær eru orðnar
furðulega gæfar.
Nú beygir hraðbáturinn út á
Nunnuána, en um liana fer aðal-
vatnsmagn Nigerfljótsins til
sjávar. Brátt hefst nokkur öldu-
gangur, og greina má nú hress-
andi sjávarloftið. Nú kemur
viti í Ijós, og þarna fram undan
getur að líta sandrifið við
mynni fljótsins. Geysilegar öld-
ur brotna hver af annarri á rif-
inu ög senda vatnssúlur upp í
loftið. Sólin er að setjast, og
stormský svífa niður með Niger-
l'ljótinu. Elding klýfur dökkan
himininn. „Við ættum ekki að
fara nær mynninu, það er of
hættulegt," segir leiðsögumaður-
inn.
Ferðinni er lokið. Hinu dular-
fulla Nigerfljóti hefur verið fylgt-
á óraleið til sjávar.
Vandaðu mál þitt.
1. drattast, 2. klaufskur, 3 sár,
4. él, 5. matur, 6. riðlax, annmarki,
7. galli, 8. fótaferð, 9. úlfynja,
10. draga færi óhönduglega (þann-
ig, að lófinn snúi niður), 11.
fyrstu stundir dagsins eru liðnar,
12. þeir annmarkar fylgja, 13.
deyja ungur, 14. hefjast handa,
þegar tækifærið er gengið úr
greipum, 15. hefna sín, 16. fljót-
ræði, 17. æða*, 18. hætt er fljót-
færnislegum fyrirætlunum, 19. Aft-
ur tekur vesæll maður gjöf, gefna
í fljótræði, 20. vesæll (þýðir oft-
ast huglaus).
* „Að vera rasandi": bálreiður,
fokvondur, æfur, er komið úr
dönsku og óþarft í málinu, órit-
hæft.