Úrval - 01.03.1963, Side 97
NÚ HAFA VEGGIRNIR EYRU!
113
fyrir i réttri stöðu, gæti gert
njósnara það fært að beina hljóð-
nema sínum að tali eins manns í
stofu, sem er full af fólki.
Aðvörun um, að „veggirnir
hafi eyru“, fær á sig nýja, ógn-
vekjandi mynd, eftir þvi sem
tækniþróunin verður örari.
•ftit m tfí/r (M' /(/(( nT ifflf
Vél, sem framleiðir snjó.
Larchmont verkfræðifyrirtækið í Lexington, Massachusetts i
Bandaríkjunum hefur undanfarið unnið að rannsóknum á því,
hvernig hentugast væri að framleiða snjó, og hafa rannsóknir
þessar gefið góða raun.
Búizt er við, að snjóvélarnar verði nú fluttar út, en þegar
er farið að nota Þær í bandarískum skíðalöndum.
Með þessu tæki má framleiða snjó í skíðabrekkum, þótt hitinn
sé ögn yfir frostmarki. Vatni og samanþjöppuðu lofti er breytt
í snjó og skotið yfir skiðabrekkuna með einskonar „snjóbyssum".
Framleiðendurnir segja, að hægt sé að hylja auðar skíða-
brekkur með snjó, en auk þess megi nota „byssurnar" til að
bæta skíðafærið. Má með vél þessari ákveða rakann í snjónum,
og getur slíkt oft komið sér vel.
Framleiðendurnir segja, að ein „byssa“ geti hulið meira en
186 fermetra með 5 til 20 cm snjólagi á einni klukkustund. Upp
undir 20.000 fermetra má þekja með 15 cm þykku snjólagi á 12
klukkustundum, og myndi slíkt kosta rúmar 4000 krónur. Sjálf
tækin kosta, eftir að búið er að setja þau upp, allt frá 450.000
krónum upp í um 6 milljónir króna.
Smáútgjöld eru eins og mýs í forðabúri; séu þau mörg, þá
eyða þau öllu.