Úrval - 01.03.1963, Side 100
116
Ú R VAIi
að konan gekk eins nærri skurö-
inum og hún taldi sér óhætt,
var sem hún hefði ekki búizt
við neinni gát af þeim aldraða.
Hún sté víxlspor, en hrataði þó
ekki út í skurðinn, og síðan vék
hún sér við og leit hvasst á hinn
ógætna vegfaranda. Hann liafði
snarstanzað, og nú mælti hann
lág't og lítið eitt vandræðalega,
en þó í mjög karlmánnlegum og
skýrum rómi:
„Ég bið forláts, hafi ég rek-
izt á yður, frú mín góð.“
Frúin virti hann fyrir sér,
tvíátt í svipnum. En svo varð
það úr, að hún kímdi og sagði
ósköp góðlátlega:
„Það er nú svo sem ekkert að
forláta, úr því að ekki tókst verr
til. En það er naumast yður
Iiggur á, gamli minn!“
Hann brá nú við ærið snöggt,
sá aldraði, og það réttist úr
herðum og liálsi.
„Hver eruð þér, að þér kall-
ið mig gamlan?“ sagði hann há-
um rómi og nærfellt heiftarleg-
um. „Vitið þér ekki, að enginn
er gamall nema Andskotinn, —
þvi að Guð var frá upphafi og
verður að leilífu?"
Henni brá, frúnni, en henni
fór þá sem áður: Hún kímdi og
sagði síðan í léttum tón:
„Ég hélt þér vissuð það, Sig-
fús, hver ég er, og ekki veit ég
eða sýnist betur en þér séuð
kominn af léttasta skeiði ævinn-
ar, ámóta og' ég sjálf. En ég bið
yður forláts, hafi ég móðgað
yður.“
„Forláts, segið þér, — ehemm,
óá —jú, ég þekki yður. Þér er-
uð frú Pálina Imsland og eruð
sögð greindar- og gæðakona, en
hvorugt er nafnið íslenzkt, og er
það við hæfi, þvi svo er um
fleira Iiér í Seyðisfirði.“
„Já, og sumt af því, sem ekki
er hér lakast,“ mælti frúin og
var nú lítið eitt þykkjuleg. „En
við skulum láta þetta nægja,
Sigfús. Ég held við getum talið
okkur kvitt.“ Svo hélt liún leið-
ar sinnar — og nú svo sem gust-
aði af henni.
Sá aldraði stóð eftir og ég
skammt frá honum, hafði ekki
geta stillt mig um að nema
staðar, þótt ekki gæti slikt heit-
ið kurteisum manni samboðið.
Og nú var ég ákveðinn í að fara
ekki svo frá þessum manni að
hafa ekki átt tal við hann. Þar
komu tvennt til, viðbrögð hans
við ávarpinu gamli minri og
nafnið, sem frúin hafði nefnt.
Ég minntist þess, að ég hafði
lesið kver, sem heitir Dulsýnir,
— mundi, að það var allsér-
stætt að frásagnarliætti og að
sá, sem það hafði skrifað, var
austfirzkur maður, Sigfús að
nafni Sigfússon.
Aldurhnigni maðurinn, sem