Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 104
12«
Ú R V A L
stóðu, og Sigfús, sem ekki læt-
ur blekkjast af hringrásarhvöt-
um múgamanna, vék sér við og
mælti fram þessar vísur, sem
hann hafði þá fyrir nokkru íeilt
í stuðia:
Mannblómaeikur eru fáar
i þessum litla, skitna heim,
en kalviðarrusl og kræklur
smáar,
kolefnásafn úr myrkrageim,
fláræðispestar fáráðar,
fjandanum bezt til skemmtunar.
Það sómir litt að spjátra og
sparða,
spillandi hag við granna sinn.
Mundi nú ekki meira varða
mannvöndum heldur en fjölg-
unin?
Af þvi að nógir eru þar
umskiptingar og hálfvitar."
Nú greip Sigfús í gleraugun
og kom þeim í semt iag, svip-
aðist síðan um, svo sem hálf-
tortryggnislega, en kinkaði þvi
næst kolli til mín og hélt af
stað á ný. Ég þagði og fylgdi
honum eftir, og honum mun
hafa skilizt það fyllilega á svip
mínum, að ekki fæiist i þögn
minni neitt vanmat á krafti
kveðskapar hans. Hann varð
brátt hugsi, og gengum við um
hríð þegjandi, og ekki leit Sig-
fús á þá, sem við mættum, þegar
við komum á þá slóð, sem nokk-
ur umíerð var um þennan morg-
un. Loks mælti hann lágmæltur
og seinmæltur:
„Oft hefur mér dottið í liug
Grettir Asmundsson. Hann var
einn al' þeim, sem hundbeittir
voru fyrir þær sakir, að hann
kunni eigi fagurt að mæla, en
flátt hyggja — eður að gjalda
lausung við lygi, heldur beitti
sér til sálubótar og' andlegrar
skírslu jafnt orðbrandi vitsmuna
sinna sem saxi afls og snerpu.
Hann leit við mér og hélt áfram
máli sínu: „Þá hugmynd hef ég
gert mér um hann, að hann
hafi ekki verið ýkjahár í lofti,
þótt sagan segi, að hann hafi
gerzt mikill vexti. Það mun þar
merkja, að hann haí'i verið
herðibreiður og þykkvaxinn að
sama skapi, en enginn hæðar-
drangur. Þannig hafa, þeir
margir verið, hinir afrenndu
menn að afli og snerpu, en
langir menn tíðum linir. Það
sagði mér líka Jón Stefánsson
Filippseyjakappi, sem svo var
kallaður vegna hreystilegrar
framgöngu sinnar í Filippseyja-
ófriðnum, að bezt héfðu þeir
þar reynzt, þessir iágu meðal-
menn, jnéttir um herðar og' þykk-
ir undir hönd.“
„Þetta likar mér!“ sagði ég
giaðlega, „einmitt menn ámóta
á vöxt og við tveir, þótt raunar
sé ég' sýnu iægri en þú.“