Úrval - 01.03.1963, Page 106
122
ÚR VAL
til endanna voru járnhespur og
lásar í allgildum kengjum. Eng-
inn ofn var í herberginu.
„Hér er ekki ofnhitinn, svo að
ég býð þér ekki að fara lir
frakkanum,“ mælti Sigfús, „en
þú getur hengt hattinn þinn
þarna frammi við dyrnar, og svo
setur þú þig á rúmbælið."
Þegar ég hafði farið að orð-
um hans, stillti hann staf sín-
um út í horn, fleygði hattinum
á höfðalag rúmbælisins, greip
saman höndum og mælti fullur
af hlýrri umhyggju:
„Ég get svo sem hitað upp.
Ég læt múrsteina á kogarann og
kveiki svo á honum. Það er
mikið þing, þessir múrsteinar
frá Danskinum. Ég reyndi fyrst
blágrýtishnullunga, hélt, að ís-
ienzkt grjót dvgði. En það var
ekki svo vel.“ Sigfús lagði sam-
an lófana, vinstri i hægri, hægri
í vinstri, aftur og aftur, og hélt
áfram glottaralegur: „Ég var
setztur að vanda hérna á bedd-
ann og farinn að krota í bókar-
druslu, sem ég hafði á hné mér
og fannst orðið rétt notalegt
hérna í herberginu. Þá kveður
allt í einu við heljarhvellur og
siðan einn af öðrum. Blágrýtis-
hnidlungarnir höfðu þá sprung-
ið og partarnir þeytzt i ýmsar
áttir, fram í liurð, yfir i súð —
og einn i gluggapóstinn. Svo
heyrði ég undirgang í stiganum
— og upp kemur konan hérna
niðri skjálfandi og nötrandi og
með uppsperrt augu, og upp og
niður gekk hvin eins og smiðju-
belgur, en gat loks emjað þvi
út úr sér, að hún hefði haldið,
að ég hefði náð mér í byssu
og rokið til og skotið mig —
hann Sigfús frá Eijvinclará . . .
En hvað er ég að standa og
blaðra?“ Og Sigfús skipti um
gleraugu, setti upp tvenn í stað
þeirra, sem hann hafði haft fram
að þessu, spengurnar tengdar
með það löngum seglgarnspott-
um, að hann gat smeygt lykkj-
unum yfir höfuð sér, lét þær
nema staðar á hnakkabeininu.
Siðan gekk hann að koffort-
inu, kraup þar á kné og tók að
þreifa eftir einhverju í vösum
sínum. Ég virti hann fyrir mér,
þar sem hann lá þarna á hnján-
um og sneri við mér lotnum og
kúptum herðum, höfuðið allt
stórbeinótt, gljágul kringla á
breiðum hvirflinum yfir lítið
eitt hvelfdum hnakka. Hann brá
við hart og mælti:
„Ég lield það sé kominn í mig
vanki, — vitaskuld er lykla-
hringurinn á stinum stað. „Hann
þreifaði í brjóstvasa vestisins
og dró þaðan upp það, sem hann
hafði verið að leita að. Síðan
stakk hann lyklahringnum upp
í sig, en lagði báðar hendurn-
á lokið á koffortinu, strauk það