Úrval - 01.03.1963, Síða 110
126
sem hún er, — sem er hennar
aðall, — já, verk þessa hvors
tveggja, sem nú er kappkostað
að blinda og kefja í skólum og
bókum og blöðum, en haldið
hefur þjóðinni við á liðnum öld-
um, nært hana og styrkt í
myrkri og kulda i allsleysi og í
áþján drauga og djöfla og
djöflum liðilegri mannlegra
kvalara . . . En ég — hvað er
ég? Mannskepna, gædd áráttu
til að tína saman og forða frá
tortimingu því, sem ég hef fund-
ið vera sem hold af mínu holdi
og blóð af minu blóði, þegar
hlust mín nam orðin, sem voru
eins og partur af stemmu lið-
ins tima — raunar allra tíma í
þessu landi, ef vel væri, — og
þegar sjón mín hefur séð sem í
skuggsjá aldanna það, sem þetta
land býr yfir í svip og við-
brögðum við mannlegu lífi og
öllu öðru lífi, sem í skauti þess
hrærist — og einnig hitt,
hvernig þetta hefur lýst sér í '
sýnum sjáandans og í athöfn-
um, skapandi máttar þessarar
þjóðar.“
Hann stóð þarna stæltur,
sveiti á enni, blik í hvössum
sjónum, hnefarnir krepptir. Svo
var sem hann sígi saman. Hann
hvarflaði augum eins og hann
væri að vakna af vímu, leit á
mig skoteygur, þreif allt í einu
rauðdropóttan vasaklút upp úr
Ú H VA L
jakkavasa sínum, þerraði svit-
ann af enninu, strauk skeggið
og varirnar, gretti sig vandræða-
lega, næstum ámáttlega.
Þá brá ég við, greip glasið,
sem hann hafði skákað á kass-
ann við höfðalagið, tók úr þvi
tappann, brá því á loft og sagði:
„Skál, — skál sjáandans og
þess skapandi máttar, — þína
skál, Sigfús Sigfússon.“
Svo saup ég drjúgan teyg,
fékk af ósýnilegri herkju forð-
azt grettur og andköf og rétti
glasið að Sigfúsi. Hann tók við
því með snöggri hreyfingu, aug-
un aftur orðin blikskær, sagði
með hlakkandi tón í röddinni:
„Mér sýndist þér ekki bregða
mikið í þetta sinn.“
„Þó mér brygði nú ekki, þeg-
ar ég drakk slíka skál. Þú mund-
ir stundum hafa bergt beiskari
bikar, án þess að blikna eða
blána.“
Milli okkar Sigfúsar ríkti upp
frá þessu órofa vinátta og full-
ur trúnaður, ekki aðeins með-
an ég var búsettur á Seyðisfirði,
heldur alla hans ævi, og tryggð
hans við mig kom oft og ræki-
lega í Ijós — og þá ekki sízt, ef
hann heyrði eða sá mér hall-
mælt. Þá risti hann stundum
meingerðarmönnum mínum ó-
svikið níð í stuðluðu máli.
Síðast bar fundum okkar sam-
an í Reykjavíli haustið 1934.