Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 114
130
fólksfjöldinn vex og iðnaðurinn,
sem einnig gleypir i sig vatn í
striðum straumum. Fyrir 15 ár-
um hefði svipað þurrviðristíma-
bil og áðan var lýst aðeins vald-
ið smávegis óþægindum i flest-
um fylkjum. Nú gæti svipað
þurrviðristímabil valdið mikl-
um vandræðum. Eftir tíu ár gæti
orðið um neyðarástand að ræða.
Og eftir 15—20 ár verðum við
komin í botn í vatnstunnunni,
hvort sem er um þurrviðristíma-
bil að ræða eða ekki.
Visindarannsóknanéfnd
Bandarikjaþings gaf eftirfarandi
yfirlýsingu i fyrra: „Það er lik-
legt, að Bandaríkin verði fyrsta
rikið á háu iðnþróunarstigi, sem
lendir í raunverulegum vand-
ræðum vegna vatnsskorts. Erfið-
leiðarnir munu byrja áð segja til
sín um árið 1970.“
Samkvæmt upplýsingum
Bandarísku Jarðfræðiránnsókn-
arstofnunarinnar falla um 17200
billjónir litra af regni og snjó
til jarðar í Bandarikjunum á dag
að meðaltali. En þar af fara um
15200 billjón lítrar til spillis
daglega vegna uppgufunar, spill-
ingar vatns af náttúrunnar- og
mannavöldum, þannig að það
verður óhæft til mannlegrar
neyzlu, síunar niður í op og
sprungur og notkunar alls gróð-
urs, þar á meðal trjáa. Hvað
síðasta atriðið snertir, er þó auð-
ÚR VAL
vitað ekki hægt að segja, að það
fari til spillis, en menn geta þó
ekki notað það tii drykkjar eða
suðu og annarra nota fremur en
hitt vatnsmagnið, sem fer til
spillis. Þá verða aðeins eftir
um 2000 billjónir litra af fersku
vatni, sem hægt er að leiða úr
uppsprettulindum eða tilbúnum
tjörnum eða dæla upp úr jörð-
unni.
En hver er þá notkunin? Árið
1900 var liún 100 milljónir lítra
á dag, en árið 1960 var hún kom-
in upp í 1250 billjónir lítra, og
ríkisstjórnin býst við því, að
hún verði komin upp i 1740
billjónir lítra árið 1975.
En dagleg notkun verður samt
ekki komin upp í 2000 billjónir
árið 1975. Að vísu ekki, en samt
skyldi hafa það í huga, að 2000
billjónir er meðaltal. A sumuin
stöðum, í sumum mánuðum og
árum er um þurrka að ræða,
þannig að hlutfallslegur skammt-
ur verður þar minni, stundum
töluvert minni. Árið 1957 skap-
aðist þannig vandræðaástand
um land allt, þótt aðeins væri
um minni háttar þurrviðris-
tímabil að ræða. Fylkin Arizona,
New Mexico, Texas og suður-
hluti Kaliforníu eiga nú við
stöðugan vatnsskort að búa,
jafnvel i venjulegu regnári.
Vatnsráð ríkisins (National
Water Instistute) býst við því,