Úrval - 01.03.1963, Síða 120
136
ÚR VAL
leggja fram fé til rannsókna og
tilrauna. Margir háskólar stofn-
uSu litlar tilraunastöðvar og hóf-
ust hancia. Aðferðir voru sifellt
endurbættar. Reynt var að
kreista eins marga dropa af
fersku vatni úr hverjum lítra
sjávarvatns sem mögulegt var.
Reynt var að lækka sífellt elds-
neytiskostnaðinn og annan
rekstrarkostnað. Framleiðslu-
kostnaður hverra 4.000 lítra af
eimuðu vatni lækkaði úr 5 doll-
urum niður í 4, siðan nið-
ur í 3 og svo niður í 2 dollara
og 50 cent.
Þegar komið var fram á árið
1958, höfðu fimm mismunandi
aðferðir verið endurbættar í
svo rikum mæli, að nú virtust
möguleikar á því að hefja starf-
rækslu í stórum stil. Anderson
þingmaður frá hinu þyrsta
New Mexicofylki stakk upp á
því, að byggðar yrðu 5 stórar
eimingarstöðvar, þar sem hver
hinna fimm mismunandi að-
ferða yrði þrautreynd, og þing-
ið lagði fram þær 10 milljónir
dollara, sem til þess þurfti.
Iðnfyrirtæki og fylki lögðu svo.
fram það, sem til viðbótar
þurfti.
Nú þurfti ekki að kvarta yfir
áhugaleysinu. Nú var hugmynd-
in orðin vinsæl. Yfir 200 bæir
og borgir um gervallt landið
rifust um að fá þessar 5 eim-
ingarstöðvar. Allt ætlaði um
koll að keyra. Ein sendinefnd
kom frá smábæ í Texasfylki með
flöskur, fullar af gulum, við-
bjóðslegum vökva, drykkjar-
vatni bæjarins, og átti þetta að
vera sönnunargögn um þörf
bæjarins fyrir vatn.
Að lokum valdi skrifstofan
fimm staði, þar sem stöðvarnar
skyldu byggðar. Skal nú skýrt
frá stöðvum þessum:
Freeport, Texas: Þar er starf-
rækt stöð, sem framleiðir 4
milljón litra af fersku vatni á
dag og sér um vatnsþarfir
borgarinnar og risastórrar efna-
verksmiðju. Þar er Badger-
aðferðin notuð. Framleiðslu-
kostnaðurinn er um 1 dollari
fyrir hverja 4.000 lítra. Hægt er
að hita allt upp i 250° Fahr.,
áður en húð tekur að myndast.
Vonazt er til, að hægt muni
bráðlega að hækka hitastig þetta
upp í 300 stig. Þá myndi stöð-
in geta framleitt 6.4 milljón
lítra á dag, og framleiðslukostn-
aðurinn yrði aðeins 75 cent fyr-
ir hverja 4.000 litra. Skrifstofan
álítur, að stærri stöð, sem fram-
leiddi 80 milljón lítra á dag,
ætti að geta lækkað framleiðslu-
kostnaðinn niður í 50 cent fyrir
hverja 4.000 lítra.
San Diego, Kaliforníu: Þar
hefur verið nýlokið smíði