Úrval - 01.03.1963, Side 121
NEYZLUVATN UNNIÐ ÚR SJÓ
137
stöðvar með sömu afköstum og
ol'angreindrar. Þar er notuð að-
íerð, sem kölluð er skyndieim-
ing, en þá fá breytingar á þrýst-
ingi vatnið til þess að sjóða við
lágt hitastig. Þessi stöð mun
líka framleiða vatn fyrir 1
dollara til 1 dollara 25 cent
hverja 4.000 lítra. Þeir, sem sáu
um smíði stöðvarinnar, álita, að
stærri stöð af sömu gerð gæti
framleitt vatn á 42 cent hverja
4.000 litra.
W ebster, Suður-Dakota: Sii
stöð mun frainleiða 1 milljón
lítra á dag. Hún meðhöndlar
salt vatn úr iðrum jarðar þannig
með hjálp rafstraums, að hún
síar saltionana úr þvi. Minni
stöð af sömu gerð hefur jiegar
verið reist í bænum Coalinga
og framleiðir nú ágætt vatn á
1 dollara 45 cent bverja 4.000
litra, sem er minna en ýf; hluti
af fyrra verði vatns i vatnsbil-
um. Smiði þessarar stöðvar i
Webster er einnig nýlokið.
Roswell, New Mexico: Smíði
þessarar stöðvar er einnig ný-
iokið, og framleiðir hún 4
milljón litra af ferslui vatni á
dag. Henni er einnig ætlað að
hreinsa mengað vatn úr iðrum
jarðar. Framleiðsluaðferðin er
svipuð og hjá stöðinni í Free-
port í Texasfylki, nema að um
er að ræða sérstakan útbúnað
til þess að spara eldsneyti. Eim-
ingartæki, sem smíða mætti
heima hjá sér, myndu geta
framleitt 1 pund af vatni fyrir
hver 15 pund eldneytis, en þessi
stöð frainleiðir 200 pund.
Wrif/htsville Beach, Norður-
Carolina: Þessi stöð mun ná
saltinu úr sjávarvatninu með
þvi að frysta ]>að. ískristall er
alltaf ómengað vatn i eðli sínu.
Þegar sjávarvatn frýs, gengur
vatnið úr upplausninni óg sezt
að á niilli ískristallanna. Stiið-
in mun ná ósöltu vatni úr frosnu
sjáv.arvatni, sem líkist krapi,
með þvi að þvo saltið úr ískrist-
öllunum með sérstakri aðferð.
Einnig er njdokið smíði þessar-
ar stöðvar.
Þessar fimm stöðvar eru auð-
vitað ekki fullnaðarlaúsn á
vatnsskorti Bandaríkjanna.
Þetta er aðeins byrjunin. Enn
þá er gífurlegt starf eftir til þess
að mæta hinni mikhi aukningu
vatnsnotkunar á næsta áratug.
Þetta eru aðeins tilraunastöðv-
ar. Miklu stærri stöðvar, risa-
vaxnar stöðvar og afkastameiri,
þarf til þess að mæta þeirri
aukningu. Enn ]>á er þörf fyrir
fleiri uppfinningar á þessu
sviði. Skrifstofan hefur óskað
þess, að menn sendu tillögur
sínar, og uppástungur streyma
nú stöðugt til hennar. Sífellt
koma fram nýjar uppfinningar,
sem miða að endurbótum, og er