Úrval - 01.03.1963, Side 126
Snilldarleg, ný hjálpartæki gera nú lömuðu og fötluðu
fólki fært að segja eitthvað á þessa leið: „Jú, ég er lamaður,
jú, ég er fatlaður, en ég get samt séð um mig sjálfur!"
Ný hjálpartæki
lamaðra og fatlaðra
Eftir Lois Mattox Miller.
ÐAG nokkurn fyrir
mörgum árum, þegar
endurþjálfun lamaðra
og fatlaðra var enn á
bernskuskeiði, fék'k ég bréf frá
Tom Wilson, ungum lögfræðingi,
sem hafði fengið lömunarveikina,
með þeim afleiðingum, að hand-
leggir hans og fætur höfðu lam-
azt. í bréfi sínu sagði hann:
„Komdu og heimsæktu mig. Ég
er farinn að vinna aftur, já, næst-
um af fullum krafti.“
Þetta voru furðulegar fréttir
af manni, sem hafði lamazt svo
mikið, að hann gat aðeins notað
hendur sínar og fingur að vissu
marki. En ég varð enn meira
undrandi, er ég heimsótti hann
nokkrum dögum síðar í endur-
þjálfunarstöðinni við Læknamið-
stöð New Yorkháskóla (Insti-
tute of Physicial Medicine and
Rehabilitation of the New York
University Medical Center) í
New York. Jú, þarna var Tom,
umkringdur alls kyns furðuleg-
um tækjum, tekinn til starfa að
nýju.
Hann sat þarna uppi í rúminu
og las fyrir bréf í magnara, sem
festur var við boðunginn á nátt-
jakkanum hans. Við rúmbakka
nokkurn voru festar nokkurs
konar grindur, sem studdu úln-
liði hans og framhandleggi og
gerðu honum fært að vélrita hratt
á furðuíegt tæki. Það var nokk-
nrs konar laust leturborð af raf-
magnsritvél. Ritvélin var við hlið
rúmsins, en hann fjarstýrði á-
slættinuin með þessum útbúnaði,
þannig að vélin virtist skrifa
sjálf. Þegar síminn hringdi, ýtti
Tom við handfangi og talaði í
sérstakt taltæki, sem fest var á
142
Reader's Digest —