Úrval - 01.03.1963, Síða 132
ÞVAGLÁT
Eftir Sigurjón Bjömsson.
ITT algengasta tauga-
veiklunar- eða hegð-
unareinkenni hjá
börnum er óeðlileg
þvaglát. Talið er að
um 20—25% allra barna væti
rúin um 3ja ára aldurinn.
Um 7 ára aldur væta ca. 10%
allra barna rúmið. Mun sjald-
gæfara er að börn væti sig á
daginn. Á aldrinum 3—5 ára
eru það um 1—2%. Fyrstu árin
er tiðleikahlutfallið svipað milli
drengja og telpna, en þvi eldri
sem börnin eru, því meira ber
á þessu einkenni bjá drengjum.
Ekki er talið að um óeðlilegt
þvaglát sé að ræða fyrr en barn-
ið er orðið ca. 3ja ára. Fram að
þeim aldri eru óhöpp í þessum
efnum talin eðlileg.
Greint er á milli barna, sem
aldrei liafa lært að halda sér
þurrum og þeirra, sem orðið
hafa þurr á eðlilegum tíma, en
148 — Heimili
byrjað svo að væta sig aftur
síðar. Geysimikið hefur verið
ritað um orsakir óeðlilegs þvag-
láts og hafa menn komið með
ýmiss konar skýringar. Niður-
staðan áf öllum þeim rannsókn-
um virðist helzt vera sú, að í
fæstum tilfellum eigi sjúkdóm-
urinn líkainlegar orsakir, held-
ur séu orsakirnar oftast sálræn-
ar og uppeldislegar.
Ekki er liægt að seg'ja, að
þvaglát séu á neinn hátt alvar-
legt sjúkdómseinkenni. í lang-
flestum tilfellum eldist þetta af
börnunum. Aðeins örfá börn
halda áfram að væta sig eftir að
þau komast á kynþroska aldur.
Og það má teljast algjör undan-
tekning, að fullorðnir séu haldn-
ir óeðlileg'um þvaglátum, án
þess að likamlegar truflanir
valdi.
En auk þess sem þvaglát eru
oft og tiðum merki um einhverja
andlega vanlíðan, valda þau
móður barnsins jafnan aukinni
vinnu og leiðindum, og það
sem mestu máli skiptir, þau
valda barninu sjálfu miklum
leiðindum, sem auka á andlega
vanlíðan þess og' verða ný or-
sök til erfiðleika. Þvi lengur
sem þvaglátin standa, því dýpri
spor. skilja þau eftir í sálarlífi
barnsins. Sérstaklega verður
þetta áberandi eftir að barnið
er komið á skólaaldur. Þá er
og skóli —