Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 135
ÞVAGLÁT
151
eldismála, er að allar leiðbein-
ingar og ráðleggingar, sem veitt-
ar eru, þurfa að vera einstak-
lingsbundnar og byggja á vand-
legri athugun á barninu sjálfu,
umhverfi þess og uppeldi.
Nýr laxastofn?
Þegar mest var rætt og ritað um hnúðlaxinn, fyrir tveimur
árum, var þess getið, að Rússar hefðu klakstöð mikla á eyjunni
Sakhalín, sem liggur við austurströnd Síberíu, norðan við Japan.
Eyja þessi var áður sameign Rússlands og Japans. Rússar áttu
nyrðri hlutann og Japanir þann syðri. En i lok síðustu heims-
styrjaldar tóku Rússar. hana alla.
Japanir höfðu reist klakstöðina og ráku þar umfagnsmiklar
ræktunartilraunir. Rússar hafa haldið þeim áfram og m. a. gert
þar tilraunir með hnúðlaxinn og fleiri tegundir af Kyrrahafs-
laxi, sem þeir hafa flutt í ár frá Kólaskaganum og við Berents-
haf. En þeir segjast líka hafa ræktað upp nýja tegund af laxi,
sem sé kynblendingur af hnúðlaxi og annarri Kyrrahafsætt, og
kvað hið nýja kyn verða tvisvar sinnum stærra en foreldrarnir,
eða um 10 pund. Hann er vitanlega ófrjór, eins og venjulegt er
um svona kynblendinga, og verður þvi að láta klak árlega í árnar.
En Japanir eru ekki af baki dottnir, þött þeir misstu klak-
stöðina á S'akhalin. Þeir halda tilraunum sínum áfram á eyjunni
Hokkaido og eru m. a. að gera tilraunir með kynblöndun á laxi
og silungi. (Veiðimaðurinn).
Góð bók og góð kona bæta manninn. Slæm bók og slæm kona
skemma hann. Þó eru þeir margir, sem fara mest eftir ytra útliti.