Úrval - 01.03.1963, Blaðsíða 136
Hjá vinum mínum,
VILLIMÖNNUNUM
Eftir Elisabeth Elliot.
Elisabeth Elliot dvaldi i eitt ár í frumskógum Amazon-
svædisins meö Valerie, litlu dóttur sinni.
Þar bjuggu þær á meðal Aucanna, en það er leyndardóms-
fullur Indíánaflokkur, sem allir óttast. En hún
hafði sérstaka ástæðu til þess að óttast
þá, þvi að þeir höfðu drepið eiginmann hennar, sem
hafði verið trúboði þeirra á meðal.
Þrátt fyrir það virðist hnn hafa mikla samúð með þeim.
YRIR sex árum lagði
FJim Elliot, eiginmað-
ur minn, af stað í
mikla hættuför ásamt
fjórum öðrum ungum
trúboðum. Ætlun
þeirra var að komast í samband
við Aucana, en það er frumstæð-
ur Indíánaflokkur, sem býr langt
inni i frumskógum Amazonsvæð-
isins, nálægt austurlandamærum
Ecuadors. Trúboðar þessir álitu,
að þeir væru á þann hátt að hlýða
skýlausum vilja guðs. Þeir voru
síðan allir drepnir af Aucunum,
strax eftir komu þeirra i frum-
skóginn.
Þann 16. janúar árið 1956 kom
leitarflokkur heim aftur og skýrði
frá því, að þeir væru allir látnir.
Ég braut stöðugt heilann um á-
stæðuna fyrir þessum drápum. Ég
fann, að lífið varð að halda áfram
að hafa einhvern tilgang i augum
mínum, svo að ég gæti afborið
það. Sé hlýðni við guðs vilja góð
ástæða til þess að fórna lífi sínu,
þá er slikt alveg eins góð ástæða
til þess að lifa lífinu. Þetta var
hið eina svar í minum augum,
hin eina lausn.
Við Jim höfðum áður unnið á
ineðal Quichuaindíánanna í Shan-
dia. Eftir lát hans sneri ég þvi
ÚR VAL
152