Úrval - 01.03.1963, Page 138
154
hafði byrjað á, en hann var einn
af þeim fimm, sem drepnir voru.
Einn dag í maímánuði árið 1957
spurði einn þessara flugmanna,
Johny Keenan að nafni, mig að
því, hvort ég kærði mig um að
koma með honum í eina slíka
flugferð. Þegar við flugum yfir
húsaþyrpingu og manioeakra,
köstuðum við hamborgara og
brauðsnúð niður til ungs villi-
manns, sem var að hrópa og
benda þarna fyrir neðan okkur.
Hann byrjaði strax að1 borða
þetta og veifaði síðan umbúðun-
um til þess að sýna okkur, að
hann hefði tekið á móti sending-
unni. Hann hljóp fram og aftur
í rjóðrinu til þess að verða sem
næst vélinni, þeg'ar við lækkuð-
um flugið öðru hverju. Hann lyfti
upp handleggjunum, brosti og
hrópaði.
Svo sterk var ósk mín um að
mega standa augliti til auglitis
við Aucana, að ég óskaði þess
ósjálfrátt, að við yrðum að nauð-
lenda þarna í dalnum. Nú skildi
ég ákafa mannanna fimm til þess
að komast til Indíánanna. En
samt virtist ég ósjálfrátt hörfa
undan myrkri því og ógnum, sem
yfir viilimönnum þessum virtist
hvila, enda var aðeins örugg vissa
um einn þátt í fari þeirra: þeir
drápu alla ókunnuga, sem nálægt
þeim komu.
Aucarnir eru að koma!
ÚH VAL
Þegar kallið kom um sex mán-
uðum siðar, var alls ekki um það
að villast. Ég var í heimsókn hjá
vinum í þorpinu Arajuno, þegar
við fréttum, að þrjár Aucakonur
hefðu altl i einu birzt í e-inni
byggð Quichuanna þar í grennd-
inni. Ég vissi, að ég varð að fara
og' hitta þær tafarlaust. Ég tróð
ýmsum munum í litla Indíána-
körfu, minnisbók, varnarmeðul-
um gegn slöngubiti, fatnaði og
léttu teppi. Og brátt var ég lögð
af stað í fylgd með tveim leið-
sögumönnum af Quichuaættum.
Ferðin tók um sex stundir. Þeg-
ar við komum i Quichuabyggðina
við Curarayána, náðum við að-
eins fundi tveggja Aucakvenna,
þvi að sú þriðja hafði snúið aft-
ur til ættflokks síns. Hár þeirra
var þannig skorið, að þær höfðu
ennistopp, er náði alveg út undir
e-yru, en að aftan var hárið sítt.
Þær höfðu fengið Quichuafatnað
til þess að klæðast í, en það er
við blússa og slétt pils.
Þær virtust kunna vel við sig
innan um alla íbúa byggðarlags-
ins, en á þessu varð breyting,
þegar þær komu auga á mig. I
fyrstu hræddust þær mig, en mér
tókst þó smám saman að draga
svolítið úr ótta þeirra. Ég eyddi
deginum með minnisbók og blý-
ant í hönd og reyndi að læra
nokkur orð í máli Aucanna.
„Hvað er þetta?“ spurði ég, en