Úrval - 01.03.1963, Síða 143
159
HJA VINUM MINUM VILLIMÖNNUNUM
sterklegur maður, um 25 ára gam-
all. Það var Iíimu, bróðir Nan-
kamu. Hann var allsnakinn, að
Undanskildri baðmullarsnúru,
sem hékk yfir mjaðmir honum.
Stór göt í eyrnasneplum hans
voru úttroðin með hringlaga flög-
um úr balsaviði. Tvær laglegar
stúlkur stóðu brosandi við hlið-
ina á lágreistu hreysunum sínum.
Þær voru lika naktar.
Ég hreifst þegar af virðuleika
og látleysi Aucanna. Þeir stóðu
þarna þögulir og störðu rólega á
leiðsögumennina sex, sem vopn-
aðir voru byssum. Þeir sýndu
engin rfierki ótta né feimni.
Mankamu gekk til Kimu og
ktappaði honum hráustlega á
öxlina. „Þetta er bróðir minn!“
hrópaði hún til mín. Ég skildi
ekkert í hrópum hans og fór því
að tala við stúlkurnar tvær. Brátt
settist Kimu, en hann þagnaði
samt ekki.
Valerie settist lika og starði á
hann. Hann var fyrsti karlmað-
urinn af ætt Aucanna, sem hún
hafði nokkru sinni augum litið.
Ég hafði sagt henni, að faðir
hennar hefði dáið, en ég hafði
ekki skýrt henni frá aðstæðunum.
En samt setti hún Aucana á ein-
hvern hátt í samband við dauða
föður síns. Ég' sá, að hún starði
á andlit Kimii.
Að lokum sagði hún: „Hann
litur út eins og hann sé pabbi.
Er þetta hann pabbi minn?“
Þetta fólk hafði hingað til ver-
ið mér sem tákn dauðans, en í
augum Valerie var það mannleg-
ar verur, líkt og væri það ætt-
ingjar hennar. Hún var reiðu-
búin að taka sér fyrir föður
mann þann, sem hafði átt þátt í
drápi föður hennar. Aucarnir
voru alls engin furðuleg fyrir-
brigði í hennar augum. Þeir voru
bara Indíánar — vinir hennar.
Konurnar tóku til að elda fisk,
þegar dró úr undruninni. Quic-
huamönnunum var boðið að
borða, og þeir sátu þarna á hækj-
um sínum við hlið Kimu, þótt
þeir hefðu barizt upp á líf og
dauða, hefðu þeir hitzt fyrir
tveim mánuðum.
Kimu vakti mig fyrir dögun.
„Ég' er að fara, Gikari!“ Hann
var á leið til þess að tilkynna
hinum Aucunum komu okkar, en
þeir bjuggu í annarri byggð.
Dayuma hafði valið okkur bústað,
og var hann nálægt bernsku-
slóðum hennar. Hafði hún farið
fram á, að allur ættflokkurinn
kæmi á fund okkar. Og næstu
daga héldu þeir áfram að koma,
tveir og' þrír saman eða ein fjöl-
skylda i einu, þangað til þeir
voru allir samansafnaðir, 56 að
tölu.
Fáar stúlknanna voru ógiftar,
og voru þær fagurlega vaxnar.
Karlmennirnir voru allir karl-