Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 145
161
HJÁ VINUM MÍNUM VILLIMÖNNUNUM
þrjá trjáboli á jöröinni. Þar
breiddi hún brúöuteppiö sitt
kyrfilega og var strax eins og
heima hjá sér. SíÖar velti ég þvi
íyrir mér, hvort ég gæti ekki gert
neinar endurbætur á innrétting-
unni, þegar ég hafði fundiö
slöng'u samanhnipraða rétt við
höfuð henni, er hún svaf.
Við he-ngdum eigur okkar upp
á stólpana í pokum og körfum.
Þegar rigndi, þá rigndi alveg inn
i „húsin“. Ég átti útvarp, tvær
myndavélar og segulbandstæki,
einnig nokkrar bækur, pappir og
skjöl, sem varð að halda þurru.
Og þá fór ég að öfunda Indíán-
ana.
Ausaindíánarnir eiga ekkert,
sem ekki má blotna, nema blást-
urspípurnar, sem eru alltaf
geymdar undir rjáfri stráþaks-
ins. Aðrar eig'nir þeirra eru hylki
fyrir skotspjót, hengirúm, nokkr-
ir leirpottar og fiskinet, nokkur
drykkjarílát og' spjótin, en þau
geyma þeir líka uppi undir rjáfri.
Þeim er alveg sama, þótt þeir
vökni. Þeir sitja bara rólegir við
eldinn i allri rigningunni, en
eldurinn er alltaf látinn lifa.
í fyrstu freistaðist maður til
þess að spyrja: „Eru þeir ekki
íærir um að búa betur í haginn
fyrir sig, svo að þeim megi líða
betur?“ En ég komst að þvi, að
þeim líður ágætiega.
Mér fannst nauðsynlegt að
klæðast fötum, hafa yfir mér
teppi og liggja nærri eldi til þess
að halda á mér hita á næturnar,
en ég komst að því, að hinum
nöktu Aucaindíánum líður vel,
meðan þeim er ekki kalt á fótun-
um. Eldurinn er rétt við hliðina á
hengirúminu ög þeir láta fæturna
hanga út úr rúminu, þannig að
þeir eru yfir reyknum, þegar
þeir sofa. Þeir vakna, þegar eld-
urinn dvin, og ýta þá bútunum
saman og glæða eldinn. Það er
allt og sumt. Á morgnana þurfa
konurnar ekki annað en að teygja
sig eftir matarílátunum og hita
úpp matinn yfir eldinum, en mat
þann hafa þær venjulega eldað
kvöldið á undan. Morgunverður-
inn er svo tilbúinn, áður en þær
fara á fætur.
Einu innanstoksmunirnir í hús-
um Aucanna, að eldstæðunum
undanskildum, eru hengirúmin,
en notagildi þeirra er ótrúlegt.
Þau eru vafin úr sterkum pálma-
trefjum, létt og þægileg í flutn-
ingum. Þau taka ekkert gólfrými,
og það' er mjög þægilegt að sofa
eða sitja í þeim.
Ég sat í mínu hengirúmi, á
meðan ég eldaði, á meðan ég
fékkst við tungumálanám mitt og
á meðan ég borðaði. Ég lá í þvi
á kvöldin og las við kertaljós. Oft
lá Valerie í því við hlið mér,
þegar ég las fyrir hana.
Loftslagið i frumskóginum á