Úrval - 01.03.1963, Page 153
HJÁ VINUM MÍNUM
Hún átti kærleika guðs, áin rann
við hliðina á rúminu hennar og
svsefði hana með niði sínum,
stjörnurnar skinu inn í vegglaust
húsið og hún sofnaði við glamp-
ann af þeim. Hún heyrði fugla
frumskógarins syngja og kvaka,
skordýrin suða, apana þvaðra,
og hún átti vináttu brúnna, nak-
inna barna, sem voru einlæg og
hreinskilin.
Hinir siðmenntuðu villimenn.
Einn dag benti Dabu til norð-
austurs, þegar við sátum niðri
við ána. „Þarna yfir frá er slóð
fólksins, sem á heima niður með
ánni,“ sagði hann.
„Hvenær förum við að heim-
sækja það?“ spurði ég.
„Heimsækja? Þar niður frá
húa bara morðingjar!“
„Og eruð' þið ekki líka morð-
ingjar? Drepið þið ekki fólk?“
„6, Gikari! Við drepum það
bara. En þetta fólk niður með
ánni . . . sko, þegar það drepur,
þá sker það fæturna af skrokk-
unum. Það myndi líka skera fæt-
urna af þér, ef það dræpi þig.
Það myndi slcera úr þér augun.
Það myndi skera þig í bita. Þe-ir
eru bara morðingjar!"
Ég gerði mér grein fyrir því,
að „villimaðurinn“ er ekki til-
finningalaus. Augsýnilega höfðu
Aucaindíánarnir sínar eigin skoð-
anir á viðurkvæmilegri hegðun.
VILLIM ÖNNUNUM 169
Þeir drepa ef til vill nágranna
sína, en þeir deila ekki við þá.
Þeir heilsa ekki vinum né kveðja
þá, en þeir sýna öllum þeim gest-
risni, sem til þeirra koma, jafn-
vel þótt það sé bara Quichua-
indíáni, sem þeir hafa aldrei fyrr
augum litið. Þeir ganga ekki í
neinum fötum, en þeir hafa sin-
ar ströngu siðgæðisreglur og eru
algerlega lausir við sjúklegan á-
huga á líkamsbyggingu sinni og
allar þær hlægilegu hömlur, sem
honum eru samfara.
Aucarnir eru mjög fáir og
standa því vel saman, en samt
er ekki um að ræða neitt yfirvald
þeirra á meðal. Sérhver maður
er algerlega sinn eiginn húsbóndi.
Eina þjóðfélagslega heildin er
fjölskyldan, þótt ekki virðist vera
um neina eiginlega giftingarat-
höfn að ræða. Eitt sinn sá ég
ungan mann ganga aðútjaðrirjóð-
ursins, gefa heimasætu þeirri,
sem honum leist bezt á, merki um
að koma með sér, og svo fylgdi
hún honum inn í skóginn. Þetta
var ekki hin „viðurkennda" að-
ferð, en samt fór allt vel. Stjúp-
móðir stúlkunnar æddi bálreið
á eftir þe-im, lamdi hausunum á
þeim saman og sagði: „Hvað
haldið þið eiginlega, að þið séuð
að gera?“ En upp frá þessu voru
þau álitin vera eiginmaður og
eiginkona.
Aucaindíánarnir eiga stundum