Úrval - 01.03.1963, Page 162
Líkamsstarfsemi undir
stjórn gervihormóna
/ fyrsta skipti i sögunni er nú mögu-
legt að hafa stjórn á þeirri líkamsstarf-
semi kvenna, sem veldur tíðum mánaðar-
lega, fresta þeim eða binda endi á þær um
lengri eða skemmri tíma. Frekari rann-
sóknir, sem beinast að getnaðarvarna-
töflunum nýju, hafa gert þetta
mögulegt.
Eftir J. D. Ratcliff.
kkjM/íar „ÞAÐ virðist lik-
legt, að þetta kunni
tfc&Síýf að verða siðasta
rjUtÚ kynslóð kvenna, sem
hafa tiðir i venju-
legum skilningi. Nú eru fyrir
liendi ráð til þess að flýta mán-
aðarlegum tíðum, fresta þeim
eða binda algeran endi á þær.“
Dr. Ralph I. Dorfman, sem
starfar við hina viðurkenndu
stofnun Worcester Foundation
for Experimental Biology (Wor-
cester-tilraunastofnunina í lif-
fræði), hefur látið sér þessi orð
um munn fara til þess að leggja
áherzlu á hinar geysilegu fram-
farir, sem nú eiga sér stað í
hvatarannsóknum (hormóna-
rannsóknum) er beinast að þvi,
að geta stjórnað tíðum kvenna
að vild.
Nú þegar nýtur töluverður
hópur kvenna góðs af aðferð-
um til þess að fresta mánaðar-
legum tíðum og taugaóróleikan-
um, sem er þeim samfara. Er
þar um að ræða konur, sem
hafa við sérstök vandamál að
etja i því sambandi, svo sem
óperusöngkonur, sem eru að
taka að sér erfið hlutverk, kaup-
sýslukonur, sem þurfa að taka
þátt í mikilvægum fundum,
178
— Reader*s Digest —