Úrval - 01.03.1963, Qupperneq 168
184
ÚR VAL
Furðulegt minni.
Ég þekki þjón ... hann er ekki íslenzkur, það skal tekið fram
... sem vekur furðu gesta sinna í hvert sinn, sem hann tekur
við pöntun. Það skal ekki bregðast, það er sama hve margir
gestir eru við borðið, allt upp í 15—20, að þeir segja honum
í fljótheitum hvað þeir vilja fá að borða, — kannski fjór-rétt-
aðan mat — að hann kemur alltaf með það, sem þeir báðu
um, en skrifar þó aldrei niður eitt einasta orð af pöntuninni.
Það hafa margir orðið til þess að spyrja hann hvernig standi
á þessu stórkostlega minni, sem hann hefur en hann vill aldrei
skýra það nánar.
Það var aðeins fyrir tilviljun, að ég komst að Því hvernig
hann fer að þessu.
Hann hefur agnarlítið segulband í vasanum, og hljóðnema á
handleggnum, — eins og vasaúr, — og tekur það allt upp, sem
sagt er. Síðan fer hann með spóluna fram í eldhús, og spilar
allt fyrir kokkinn.
— — —-----------------------Klippið hér------------------------— — —
'------------------------------------------------------------------
Hefur þú þörf fyrir 2 þúsund króna aukatekjur
í næsta mánuði?
Sendist Óskari Karlssyni, ÚRVAL, Box 57, ReykjavíJc.
Vinsamlegast sendið mér nauðsynleg gögn, sem innihalda
reyndar aðferðir og einfaldar upplýsingar, mér nauðsynlegar
til að afla mér aukatekna með því að taka á móti áskriftar-
pöntunum fyrir ORVAL. — Ef ég, eftir að hafa íhugað málið,
hef ekki áhuga á þessu, get ég einfaldlega gleymt þessu og er
ekki skuldbundinn til að nota eða endursenda gögnin.
Nafn: .....................................................
Heimilisfang: .............................................
-------------------------------------------------------------------J