Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 26
24
100.000 kílógramma þrýsting á
hvern fersentimetra. Efnablandan
er síðan skiótlega hituð, þar til hún
rær 1200 gráðu hita á Celsius. Kol-
efnið í grafítinu leysist fyrst upp
og kristallast síðan sem demantur,
sem er eins að efnasamsetningu en
óh'kur að byggingu . . .“
Brjóst þessa vélræna „töfra-
manns“ er skreytt merki með stöf-
unum ,,SHJ“, þ. e. Stofnun hörku-
mikilla efna. Vélmennið ávarpar
gesti á fjórum tungumálum og lýk-
ur pistli sínum með þessum orð-
um:
„Kæru vinir. Ég hef skýrt ykkur
hreinskilnislega frá leyndardómi
framleiðsluaðferðar minnar. Nú
getið þið öll haldið heim og búið
til demanta í eldhúsinu ykkar, þ.
e. a. s. ef þið kunnið það þá!“
Fólkið brosir. Þetta auglýsinga-
skrum! Svolitlar ýkjur eru nú leyfi
legar, þegar um auglýsingar er að
ræða. En eru þessi orð vélmennis-
ins reyndar svo fjarri sannleikan-
um?
Það virðist rökrétt, að sjálfvirkt
„gervidemantaframleiðslutæki'1,
eins konar „gervidemantasjálfsali",
þurfi að vera geysilega aflmikið
þrýstitæki, því að þrýstingurinn,
sem nauðsynlegur er, er ofboðsleg-
ur, eða 100.000 þrýstieiningar (at-
mospheres). En þetta geysiöfluga
þrýstitæki þarf ekki að vera stærra
en maður. Vélmennið, sem heilsar
gestum, sem koma á sýningu stofn-
unarinnar í Kiev, er einmitt í lík-
amsstærð.
Vélmennið er smækkuð útgáfa
af risaþjöppu. Hinir ýmsu hlutar
tækjaútbúnaðarins hafa verið
ÚRVAL
minnkaðir mjög mikið. En hvað um
framleiðslugetuna?
Árið 1961, þ. e. þegar þessi nýia
stofnun var nýlega búin að hefja
sf-arfsemi sína, þurfti allt starfslið-
ið að eyða níu mánuðum í að fram
L;ða 2.000 karöt (400 grömm) af
rl°möntum. Nú er sama starf unnið
af p'num starfsmanni á einum degi
með hiálp einnar vélareiningar.
Stöðugt er verið að endurbæta
fr=mleiðsluaðferðina. Kannski verð
ur þetta tæki einhvern tíma svo al-
gengt. að hver sem er geti ,.bakað“
gimsteina heima hjá sér eftir ósk,
líkt og væri hann að baka pönnu-
kökur? En ennþá eru þessir gervi-
gimsteinar eingöngu framleiddir í
stofnun þessari í Kiev.
DÝRMÆTARI EN RAUNVERU-
LEGIR DEMANTAR, ÞÓTT ÞEIR
SÉU ÓDÝRARI
Þessi stofnun og tilraunaverk-
smiðja hennar rekur rannsóknar-
stofur og vinnustofur í tugatali, þar
sem um 3.000 starfsmenn vinna að
staðaldri.
í einni deildinni eru kristallarnir
flokkaðir eftir stærð. Þeir stærstu
eru um eitt karat að þyngd og
sjaldan meira en það.
En er hægt að búa til stærri dem-
anta? Já, hvað snertir öll grund-
vallaratriði, þá ætti það í rauninni
að vera hægt. En það er ekki auð-
velt. í ávarpi til sérfræðinganefnd-
ar einnar komst dr. Bakul svo að
orði:
„Hvað snertir samsetningu gervi-
demanta, sem hentugir eru til notk
unar sem skartgripademantar, þá er
auðvitað aðeins um vísindaafrek að