Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
skiptum við EBE hefur haft slæm
áhrif á samskipti þeirra við Alba-
níu. Ríkisstjórn Albaníu segir, að
landið sé hið eina í heiminum, sem
fylgi Stalínistastefnu og óttist það
því samband Kína og EBE mjög
mikið. Um árabil voru Albanar hug
fangnir af rétttrúarstefnu Kínverja.
Sérfræðingar í málefnum um-
ræddra ríkja segja, að ágreiningur
ríki nú í sambúð þeirra, eftir að
Kínverjar tóku upp frjálsari stefnu
í utanríkismálum, sem m. a. varð
til þess að Nixon, forseti Banda-
ríkjanna, kom í opinbera heimsókn
til Peking.
Albaníustjórn hefur tekið mjög
fjandsamlega afstöðu gagnvart
Efnahagsbandalagi Evrópu. Dag-
blaðið ,,Zeri“ í höfuðborg landsins,
Tiriana, heldur því fram, að banda
lagið stefni að því að „arðræna hin
ar vinnandi stéttir bandalagsríkj-
anna“. Hoxha, forsætisráðherra,
hefur talsvert ólíka skoðun á EBE,
en Kínverjarnir. Hann segir, að það
sé ætlun EBE að koma á fót „nýju
risaveldi kapítalista, sem hafi sömu
stefnu og sjónarmið og Sovétrikin
og Bandaríkin". Þrátt fyrir vax-
andi skoðanamun í Albaníu og
Kína, eru Albanir mjög háðir Kín-
verjum efnahagslega og þiggja
mikla aðstoð frá þeim. Sovétríkin
hafa ætlað sér að hagnast á ágreln-
ingnum og sent útsendara til Ai-
baníu, en þeir hafa fengið heldur
kuldalegar móttökur þar.
*
Kýli af kaffi, streitu og vindlingum.
Þeir, sem drekka mikið kaffi, er miklu hættara við kýlum en
þeim, sem ekki drekka kaffi. En þótt undarlegt megi virðast gildir
ekki hið sama með áfengi. Afengisneytendum er ekkert hættara
við igerðum en bindindisfólki.
Þvert á móti, hið fullkomnasta fólk að öllum háttum, sem oft er
þreytt og streitt, fær jafnvel fremur alls konar kýli og mein en
hitt, sem tekur hlutina ekki mjög alvarlega.
Þetta er úrskurður dr. Ralphs S. Paffenberger við Berkeley-há-
skólann í Kaliforníu, sem rannsakað hefur sóttnæmi 25 þúsund
fyrrverandi námsmanna. Hann gefur m. a. eftirfarandi skýrslu:
Fólk, sem drakk tvo eða fleiri kaffibolla á dag, var 72 prósent
næmara fyrir kýlum en þeir, sem ekki bragða kaffi. Og þeir, sem
drekka mikið af kóladrykkjum, voru 48 prósent næmari fyrir sömu
sjúkdómum.
Sígarettureykjendur eru 33 prósent. næmari fyrir þessu, en þeir
sem ekki reykja, og með auknum reykingum eykst sóttnæmið.