Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 33
HANG-SVIF — FLUG FYRIR ALLA!
31
á næstu grashæð eða hól, breiðir
úr honum, hleypur niður hólinn á
móti vindi, reisir írambrúnina ör-
lítið, þannig að loftstraumurinn
komist undir hana, og svífur út í
loftið.
Og svona er þetta einfalt! Engin
vél, engin hjól, engar bremsur; í
sannleika sagt, engir hreyfanlegir
hlutir. Þú ert úti í náttúrunni með
storminn beint í andlitið, hárið
fjúkandi aftur, fæturna dinglandi
og fötin blaktandi. Þetta er sagt
skemmtilegasta flug, sem fyrir-
finnst. „Hang-svif“ kallast það, og
grípur það hvarvetna ört um sig.
(í íslenzku er orðið hang-svifflug
eða hang-flug notað, þegar venju-
legar svifflugur svífa í hlíðarupp-
streymi meðfram fjallshlíðum).
Fyrir þremur árum stunduðu má
ske fimm manns þetta í Bandaríkj-
unum. í dag er talan sennilega tíu
þúsund. Hundruð í viðbót fara í
loftið í hverjum mánuði, og hafa
fæstir þeirra manna flogið nokkr-
um sköpuðum hlut áður, hvorki
vélflugu né svifflugu.
Þessi nýi vængur var fundinn
upp af Francis M. Rogallo, verk-
fræðingi hjá bandarísku flug- og
geimrannsóknastofnuninni, NASA.
Hann hafði ekki í huga gagnleg
sjónarmið, heldur flugeðlisfræðilegt
verkefni: Er mögulegt að finna
væng, sem einhvern veginn væri
haldið í réttri lögun af loftstraumn
um sjálfum, frekar en af hinum
venjulega þunga samsetningi af
bogum, rifjum og bindingum? Ef
svo er, hlýtur notagildið að vera
fyrir hendi.
Hann gerði tilraunir í frítíma sín
um, og árið 1948 fengu hann og
kona hans einkaleyfi á Rogallo-
vængnum. Gerð vængsins er ein-
föld, þó flugeðlisfræðilega séð sé
hann mjög flókinn. Hægt er að
hugsa sér hann eins og eins konar
fallhlíf sem svífur áfram jafnframt
því sem hún fellur. Hann er léttur
(aðeins um það bil 16 kg) og þú
getur búið einn slíkan til sjálfur
fyrir um 200 dollara (ca. 18.000
ísl. kr.) — eða keypt hann úr búð
fyrir um 500 dollara (ca. 45.000 ísl.
kr.). Hægt er að brjóta hann sam-
an í langan mjóan pakka, sem flutt
ur er á bílþaki til leiks. Framar
öllu getur hann flogið hægt —
venjulega undir 25 mílna (40 km)
hraða — þannig að, svífandi móti
vindi, gætirðu náð niður á göngu-
hraða.
Þú þarft hæð eða hól, en hann
þarf ekki að vera hár. Menn fljúga
af 20 metra háum bakka og fá út
úr því flugtak, stutta flugferð og
lendingu, allt saman á um það bil
átta sekúndum; 60 metra hóll er
nægur fyrir a. m. k. 30 sekúndna
flug. Slíkir smástaðir eru alls stað-
ar. Hólar á sjávar- og vatnaströnd-
um, bakkar á ófrágengnum land-
skika. Menn fljúga jafnvel af mal-
arbingjum, vatnastíflum og, í einu
tilviki, ofan af sex hæða móteli.
Rogallo-flug vekur athygli. Líttu
upp! Maður svífur út í himingeim-
inn fyrir ofan þig. Hangandi í belt-
um, spenntum um mjaðmir hans,
vindur hann sér í liggjandi stöðu,
horfandi niður. Þetta minnkar loft
mótstöðuna og lengir svifvegalengd
ina. í þessari stöðu hreyfist „flug-
maðurinn“ um loftið eins og fugl.