Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 51
HVAR ER FJALL BOÐORÐANNA TÍU?
49
vísindamenn veraldarinnar hafa
hugsað sér, meðan aldirnar liðu?
Ég finn, að ekki er hægt um vik
að breyta erfikenningu 16 alda.
Þar skiptir eiginlega minnstu,
hversu trúverðugar og rökstuddar
kenningar vísindanna verða. Enn
mun þetta fjall, sem er að hverfa
úti við sjóndeildarhringinn, verða
flestum „tindur hinna tíu boðorða
Guðs“.
Har E1 varð líka að orði:
„Sextán aldir eru langur tími,
mjög langur tími,“ og það kenndi
ofurlítillar beiskju í röddinni.
ÁN
Sýklarnir komu með blómunum.
Smitun af bakteríusjúkdómum er oft mikið Vandamál á spítölum.
í leit þeirri og rannsóknum, sem fram hafa farið til að finna
orsakir hafa David Taplin og Petricia Mertz við háskólann í Miami
til dæmis athugað blómavasa á stöðum, þar sem sjúklingar verða
sérstaklega fyrir smitun — en það eru skurðstofur og sjúkrastofur,
þar sem sjúklingar með brunasár hafast við.
Þau komust að raun um, að þrem dögum eftir að blómin höfðu
verið sett í vasana með tárhreinu vatni, innihélt vökvinn ógrynni
baktería og þar á meðal sex tegundir þeirra sóttkveikja, sem valda
smitun í sjúkrahúsum, og helmingur þeirra standast súlfalyf. Enn-
fremur kom í ljós, að veirurnar í sárum smitaðra aðgerðarsjúk-
linga voru einmitt þær, sem þrifust í næstu blómavösum. Hins
vegar sýndi það sig, að vasar fylltir vatni en ekki blómum voru
nær lausir við bakteríurnar.
Vísindamennirnir töldu því víst, að utanaðkomandi bakteríur
hafi borizt inn á sjúkrahúsið á blómunum. Plönturnar bæta sem
sagt í vatnið efnum, sem gera það nokkurs konar klakstöð fyrir
bakteríur, sem þegar eru komnar inn í spítalann með eða í lík-
amsvefjum sjúklinganna. Þeir komast að við snertingu frá hönd-
um sjúklinga, sem skipta á blómum og snerta þau kannski á kló-
setti eða við þvottaskál. „Þannig berast veirurnar um allt í sjúkra-
stofunni, sem verður þeim vermireitur og gróðrarstía," segja vís-
indamenn þessir, og bæta við:
„Það ætti ekki að bera blóm inn í sjúkrastofur til að skapa þessa
áhættu, þótt hins vegar megi mæla með þeim annars staðar, þar
sem hættan er minni fyrir sjúklingana. Þau eru bæði til yndis og
fegurðar.“
Þetta mundi því ekki þýða bann við blómum í sjúkrastofum
yfirleitt.