Úrval - 01.04.1974, Blaðsíða 65
63
KINVERJAR, RUSSAR OG EBE
verja, kemur bersýnilega 1 ljós, að
þeir líta þróun mála í Vestur-Evr-
ópu sem tilraunir viðkomandi ríkja,
til þess að losna undan því oki, sem
þeir nefna: „afskipta- og yfirráða-
stefnu risaveldanna tveggja“. „EBE
býr við stöðuga ógnun og sam-
keppni frá risaveldunum,“ segja
Kínverjar. Ráðamenn í Peking segj
ast gera sér grein fyrir því, að inn-
an bandalagsins ríki nokkur skoð-
ana- og hagsmunaágreiningur, en
þeir séu samt fúsir til samstarfs við
bandalagsríkin, eins og önnur ríkja
sambönd, sem stefna að því að auka
eigið sjálfstæði, þ. e. a. s. án af-
skipta risaveldanna.
SOVÉTMENN ÓHRESSIR
Pekingstjórnin hefur þegar gert
sér raunsæja hugmynd um EBE,
sem gefur til kynna m. a., að Kína
hafi áhuga á að nýta hin umfangs-
miklu viðskipta- og stjórnmálatæki
færi, sem skapast með vaxandi sam
skiptum við bandalagið. Þá telja
þeir, að Vestur-Evrópa sé um það
bil að komast inn í nýtt tímaskeið,
sem byggist á vaxandi andstöðu
gegn yfirráðastefnu Sovétríkjanna
sem eru erkióvinur Kínverja nú.
Sovétríkin hafa harðlega gagn-
rýnt hinn mikla áhuga Kínverja á
EBE. Fjölmiðlar Moskvuborgar
segja, að Kínverjar séu andvígir
fækkun í herjum hernaðarbanda-
iaga Evrópu og að kínversku leið-
togarnir hafi tekið höndum saman
við „einokunarkapítalistana" í bar-
áttunni gegn Sovétríkjunum.
Efnahagsbandalagið getur orðið
bitbein í vaxandi deilum Kína og
Sovétríkjanna á sviði stjórnmála og
hugmyndafræði. Bæði ríkin hafa
gert sér grein fyrir breytingum á
valdahlutfallinu í Evrópu og viður
kenna hana.
Kínverska stjórnin hefur tekið
upp mun umfangsmeiri utanríkis-
stefnu eftir að hafa afskrifað hina
hörðu Maoista-stefnu menningar-
byltingartímabilsins frá 1966 til
1969, sem að mestu einangraði Kína
frá umheiminum.
Sovétríkin eru aftur á móti tals-
vert bundin hugmyndafræði flokks
ins í viðskiptum sínum við vest-
ræna aðila og eru ekki jafn fús til
þess að hætta að líta á vestræn
hagsmunabandalög, eins og EBE,
sem eins konar botnlanga „einok-
unarkapítalismans". Að þeirra dómi
er efnahagssamvinnan hluti af um-
fangsmeiri áætlun, sem Moskvu-
valdið nefnir „yfirráðastefnu kapí-
talista“. Vestrænir diplomatar segj
ast hafa komizt að raun um, að
Sovétmenn geri sér grein fyrir því,
að þróun eðlilegra samskipta milli
kommúnistaríkja Austur-Evrópu og
EBE sé undir því komin að vikið
verði frá kennisetningum hug-
myndafræðinnar.
1000 MILLJÓN MANNA
MARKAÐSSVÆÐI
EF EBE og Kínverjar gera með
sér fríverzlunarsamning, skapast
fjölmennasta markaðssvæði verald-
ar með 1000 milljónir manna innan
sinna vébanda. Takist hins vegar
samband milli kommúnistaríkja A.-
Evrópu og EBE, verða 600 milljónir
manna innan vébanda viðskipta-
svæðisins.
Vaxandi áhugi Kínverja á sam-